Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2015 Október

16.10.2015 09:27

Aðalfundur

Við minnum á aðalfundinn þriðjudaginn 20.okt kl 20:00

Kveðja stjórn.

12.10.2015 08:40

Landsæfing

Um helgina var haldin landsæfing í Eyjarfirði.

Nokkrir af okkar félögum sóttu æfinguna, sem haldin var á laugardaginn, á 54" jeppa auk tveggja fjórhjóla. Fengu þeir nokkur krefjandi verkefni þar sem bæði vatn og drulla kom við sögu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá skartaði veðrið sýnu fegursta svo ekki skemmdi það fyrir.
Að æfingu lokinni skolaði svo mannskapurinn af sér í sundi og tóku til við að matast í boði mótshaldara. Að þessu loknu hélt hópurinn heim á leið.

Æfingar eru stór hluti af okkar félagsstarfi og partur af því að hafa hópinn undirbúinn í hin ýmsu verkefni auk þess sem æfingar þjappa hópnum saman.

Þökkum við öllum sem komu að þessu fyrir góða æfingu.

Með fylgja nokkrar myndir sem teknar voru af Ingvari Ísfeld.

 

 

 

 

 

 

04.10.2015 18:48

Fréttir af starfinu.

IMRF áhafnaskiptiverkefnið

Gerpir tók þátt í verkefninu á tvennan hátt.  Við bæði áttum fulltrúa sem tók þátt í verkefninu og einnig tókum við á móti þátttakendum sem að heimsóttu Ísland heim.  Verkefnið gengur í stuttu máli út á það að það eru í allt sjóbjörgunarfélög frá tíu löndum sem að senda allt að sjö fulltrúa frá sér til sjö landa.  Tilgangurinn er að kynnast starfsemi í öðrum löndum, miðsmunandi aðferðum, búnaði og skapa tengsl milli aðlila sem að vinna að sama markmiði.  Þau lönd sem að taka þátt í verkefninu eru Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Þýskaland, Holland, England, Portúgal og Frakkland.  Landsbjörg sendi frá sér sjö fulltrúa og fór Daði frá okkur til Danmerkur og tók þar þátt í æfingum og námskeiðum með Dönsku sjóbjörgunarsamtökunum og Danska sjóhernum.

 
 

 

Gerpir tók síðan á móti átta manna hópi ásamt umsjónarmanni á vegum verkefnisins.  Hópurinn tók þátt í því að ferja vistir í Neyðarskýlið í Sandvík og var það mjög góð æfing fyrir alla.  Þar á eftir fór hópurinn til Viðfjarðar þar sem var haldinn veglegur kvöldverður að hætti Skúla Hjalta.  Heitipotturinn og gufunni í Viðfirði voru síðan gerð góð skil á eftir því.  Hópurinn var í skýjunum með þessar móttökur og upplifun og ekki skemmdi fyrir að veðrið var okkur hliðhollt eins og sjá má myndinni hér að neðan.  Efri myndin er tekin í Sandvík við Neyðarskýlið sem að Gerpir hefur umsjón með.  Sú neðri er tekin við skipsflag Gesinu sem að liggur á sandinum í sandvík.

 

 

 

Leitarhundar

Stefán Karl tók þátt í úttektum Leitarhunda núna um helgina sem dómari. Það gekk mjög vel og allir víðavangsleitarhundar á vegum Leitarhunda náðu settum markmiðum.  Leitarhundurinn hann Svunki þurfti ekki að fara í próf þetta árið þar sem að hann er með A gráðu og fer í endurmat á næsta ári.  Núna erum við með tvo víðavangsleitarhunda á svæði 13 með A gráðu.  Annar er frá Ársól á Reyðarfirði og svo Svunki hans Stebba.

 

 

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12