Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2012 Ágúst

24.08.2012 11:03

Fréttir

Í þessari viku eru búin að vera 2 útköll á okkur.  Á þriðjudaginn var verið að hefja leit að hreindýraskittum sem höfðu villst af leið í Skriðdal.  Þeir fundust fljótlega og var hópur frá Gerpir að fara að leggja af stað.
Á miðvikudag var svo útkall vegna göngumanns sem að saknað far í Hvannárgili í Lóni.  Óskað var eftir aðstoð leitarhunda og voru þeir að græja sig af stað þegar konan fannst.  Hún hafði þá villst af leið fyrr um daginn en var búinn að finna slóðann aftur og var á leið til byggða.

Á sunnudaginn næstkomandi bíðst sveitinni fja´röflun en það er gæslustörf við afmælishátið Fjarðaáls.  Það er á tímabilinu frá kl 12-19.  Hægt er að vera hluta af tímanum.  Ef að þú getur tekið þátt settu þig í samband við Stebba eða Pálma.

09.08.2012 09:46

Hálendisferð

Sælir félagar,
Senn líður að hálendisferð gerpis en hún er áætluð dagana 17-19.ágúst. Okkur langar að hafa stuttan fund í kvöld kl. 20:00 fyrir þá sem eru áhugasamir um ferðina þar sem spáð og spekúlerað verður í hvert skal haldið en það er ennþá allt opið. Þeir sem ekki komast á fundinn en langar með í ferðina eru beðnir um að hafa samband við Jonna í síma 869-6858 sem fyrst svo hægt sé að gera sér grein fyrir fjölda og slíku.

Vonandi mæta sem flestir - alveg komin tími á að við hristum okkur aðeins saman og höfum gaman :)

Kveðja, Stjórn
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16