Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2011 Október

24.10.2011 13:38

Námskeiðið áhafnir björgunarskipa

Námskeiðið Áhafnir björgunarskipa verður haldið hér hjá okkur helgina 28-30 október.  Námskeiðið byrjar á föstudagskvöld og lýkur á sunnudag. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem að eru í áhöfn Hafbjargar.  Það er æskilegt að taka upprifjun á þessu námskeiði á fjögura ára fresti.
Námskeiðsþættir: Öryggi, fjarskipti, landfestar, stjórntök, sjókort, sjómerki, siglingareglur, siglingaljós, tekið í tog, hnútar, maður fyrir borð, léttbátar, leit og björgun, slökkvistörf, leki, flutningur slasaðra, vinna með þyrlu o.fl.

Skráning inn á www.skoli.landsbjorg.is eða hjá Daða

19.10.2011 16:24

Lagersala 66

Auglýsing frá 66N

 Mér er sönn ánægja að bjóða björgunarsveitarfólki á svæði 13 á Lagersölu 66°Norður/Rammagerðarinnar. Í leiðinni munum við kynna nýjar klifurvörur frá Camp og Cassin, fjallaskíðabúnað og gönguskó frá LaSportiva og bjóða björgunarsveitum og félögum þeirra sértilboð á sérpöntunum á þessum vörum. Sýnishorn á staðnum. 
Í tilefni lagersölunnar og upphafi vetrarstarfs björgunarsveita almennt bjóðum við 20% afslátt á 66°Norður vörum á meðan á lagersölunni stendur. Opið verður til 21:00 bæði miðvikudags og fimmtudagskvöld (miðvikudagskvöld aðeins fyrir björgunarsveitir). Og fleiri vörur.
Undirritaður verður á staðnum miðvikudag til föstudags. Endilega hafið samband ef það eru spurningar.
F.h. Rammagerðarinar & 66°Norður
Hilmar Már Aðalsteinsson
Rekstrarstjóri

13.10.2011 21:50

Fjarnám í boði

Nokkuð er um námskeið sem að taka má í fjarnámi á næstunni og byrjar tvö þeirra á morgun.

Fjarnám er góður kostur þar sem fólk getur kíkt á námsefnið á þeim tíma sem að þeim hentar og farið yfir það á þeim hraða sem best hentar hverjum og einum. 

Ef að einhver er í vafa hvernig hann skráir sig í námskeið getur hann haft samband við einhvern úr stjórn og fengið aðstoð.

Leitartækni                                 Byrjar: 14.10.2011     Lýkur: 18.11.2011
Björgunarmenn í aðgerðum      Byrjar: 14.10.2011     Lýkur: 18.11.2011

Fjallamennska 1                        Byrjar: 21.10.2011     Lýkur: 25.11.2011
Öryggi við sjó og vötn               Byrjar: 21.10.2011     Lýkur: 25.11.2011

Fyrsta hjálp 1                              Byrjar: 28.10.2011     Lýkur: 04.12.2011
Rötun                                           Byrjar: 28.10.2011     Lýkur: 04.12.2011


12.10.2011 09:12

Námskeið

Námskeið á næstunni.

Biðfreiðstjóranámskeið á Reyðarfirði um næstu helgi 15 og 16 október, Laugardag og sunnudag.  Skráning á www.skoli.landsbjorg.is eða hjá Svenna.

Helstu námskeiðsþættir: Farið er í reglur um flutning slasaðra og fjallað um akstur sjúkrabifreiða, afleiðingar of mikils hraða, neyðarakstur, hvað orsakar of mikinn hraða, ökutæki í neyðarakstri, hættur við gatnamót, ökumaðurinn, hlutverk sjónar og athygli hjá ökumönnum, áhrif breytinga eftir aðstæðum, hraðablinda, þreyta, sjónin og önnur skynfæri.


Áhafnir björgunarskipa verður haldið hér hjá okkur helgina 28-30 október.  Námskeiðið byrjar á föstudagskvöld og lýkur á sunnudag. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem að eru í áhöfn Hafbjargar.  Það er æskilegt að taka upprifjun á þessu námskeiði á fjögura ára fresti.
Námskeiðsþættir: Öryggi, fjarskipti, landfestar, stjórntök, sjókort, sjómerki, siglingareglur, siglingaljós, tekið í tog, hnútar, maður fyrir borð, léttbátar, leit og björgun, slökkvistörf, leki, flutningur slasaðra, vinna með þyrlu o.fl.

Nánari upplýsingar hjá Daða.  Skráning inn á www.skoli.landsbjorg.is eða hjá Daða.

Námskeiðið Rötun verður haldið á Seyðisfirði daganna 29-30 okt, laugardag og sunnudag.

Þetta er eitt af grunnnámskiðum björgunarsveitarfólks og er ætlað öllum þeim sem að starfa á þeim vettvangi, hvort sem er í unglingadeild eða björgunarsveit.
Námskeiðsþættir eru: Landakort og kortalestur, mælikvarði og vegalengdir, áttavitinn, bauganet jarðar, stefna mæld af korti, staðsetning með miðunum, misvísun, gengið eftir áttavita, villur og vandræði, lengd og breidd, UTM og grunnatriði GPS.
Skráning á www.skoli.landsbjorg.is eða hjá Svenna.

07.10.2011 10:40

Æfing fellur niður vegna óviðráðanlegra orsaka

Eins og staðan er núna þá fellur áætluð æfing, sem vera átti í kvöld með LHG, niður vegna óviðráðanlegra orsaka. Ef að þetta breytist  munum við pípa æfinguna út.
Það gengur vonandi betur næst.

Góða helgi.

06.10.2011 20:52

Æfing með þyrlusveit LHGÆfing verður með þyrlusveit LHG föstudagskvöldið 7.okt.
Æfingin fer fram á sjó og er planið að hífa úr Hafbjörgu, björgunarbát og úr sjó.  Það þarf áhöfn á Hafbjörgu og Glæsi.  Nánari upplýsingar verða settar hér inn á síðuna á morgun. 
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12