Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2011 Janúar

21.01.2011 21:05

Eining 60ára

Slysavarna- og björgunarsveitin Eining í Breiðdal varð 60 ára þann 25. nóvember sl. Af því tilefni verður opið hús í Nesbúð, húsi sveitarinnar, sunnudaginn 23. janúar 2011, klukkan 14:00-17:00. Allir velkomnir.

19.01.2011 14:54

SmáauglýsingTil sölu gönguskór, Scarpa stærð 44. Nánast ónotaðir. 
Upplýsingar Malli sími: 865-4936

17.01.2011 11:27

FJARNÁM

Kæru félagar

Fjarnám Björgunarskólans hefst föstudaginn 21. janúar 2011 í eftirtöldum áföngum,

  • Björgunarmenn í aðgerðum
  • Ferðamennska
  • Fyrsta hjálp 1
  • Fjallamennska 1
  • Fjarskipti 1
  • Leitartækni
  • Rötun
  • Snjóflóð 1

Endilega kíkið á vefinn okkar http://www.landsbjorg.is/category.aspx?catID=157 og farið inn í dagskrá. Þar finni þið allt um áfangana og getið skráð ykkur.

Hægt er að skrá sig nú þegar.

Viku eftir að námskeiðið hefst verður lokað fyrir skráningu, föstudaginn 28. janúar 2011.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Þeir meðlimir bsv. Gerpis sem skrá sig í Fjarnám geta hist reglulega til þess að hlusta á fyrirlestra og vinna verkefni. Það er auðveldara og betra að vinna þetta saman.

Á síðustu önn gekk ágætlega að taka nokkra fyrirlestra t.d. eftir fundi og skipti ekki öllu þó að menn væru á mismunandi fjarnámskeiðum.

Núna eru komnar skráningar á námskeiðin ferðamennska, björgunarmenn í aðgerðum, fyrstu hjálp 1 og snjóflóð 1.  

10.01.2011 13:39

NÁMSKEIÐ BJÖRGUNARSKÓLANS VOR 2011 Á SVÆÐI 13 EÐA NÁGRENNI

Eftirfarandi námskeið eru í boði á vorönn:

STAÐNÁMSKEIÐ
WFR - Fyrsta hjálp í óbyggðum 15.1.2011 22.1.2011 Reyðarfjörður
Óveður og björgun verðmæta 28.1.2011 30.1.2011 Reyðarfirði
Harðbotna slöngubátur 11.2.2011 13.2.2011 Eskifjörður
Aðgerðastjórn 17.3.2011 19.3.2011 Egilsstaðir
Bifreiðastjórnanámskeið 6.5.2011 8.5.2011 Reyðarfjörður
FJARNÁMSKEIÐ
Fjarskipti 1 21.1.2011 20.2.2011 Fjarnám
Ferðamennska 21.1.2011 27.2.2011 Fjarnám
Fyrsta hjálp 1 21.1.2011 14.3.2011 Fjarnám
Snjóflóð 1 21.1.2011 20.3.2011 Fjarnám
Rötun 21.1.2011 21.3.2011 Fjarnám
Leitartækni 21.1.2011 21.3.2011 Fjarnám
Fjallamennska 1 21.1.2011 27.3.2011 Fjarnám
Björgunarmenn í aðgerðum 21.1.2011 17.4.2011 Fjarnám
ENDURMENNTUN
Endurmenntunarhelgi 11.2.2011 12.2.2011 Höfn
Endurmenntunarhelgi 11.3.2011 12.3.2011 Dalvík
Endurmenntunarhelgi 8.4.2011 9.4.2011 Húsavík
FAGNÁMSKEIÐ
Fagnámskeið i snjóflóðum 16.2.2011 20.2.2011 Dalvík
Fagnámskeið í fjallamennsku 2.3.2011 6.3.2011 Gufuskálar
WFR - Fyrsta hjálp í óbyggðum 12.3.2011 19.3.2011 Gufuskálar
Fjallabjörgun - Rigging for rescue 26.5.2011 1.6.2011 Reykjavík

Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá á námsskrá björgunarskólans, en þar er einnig að finna upplýsingar um fleiri námskeið sem eru í boði víðar um landið.

Hægt er að hafa samband við Svenna 862 3538 eða Pálma 846 7762 ef þig vantar upplýsingar um innskráningar á innra svæði félagsmanna, skráningar á námskeið, fjarnám eða endurmenntunarhelgar. Einnig ef þú hefur óskir um önnur námskeið en þau sem eru listuð hér að ofan.

Gerpir greiðir fyrir öll námskeið á vegum björgunarskólans sem félagsmenn ljúka. Ef þið skráið ykkur í fjarnám verðið þið að standast námskeiðið til þess að fá það greitt.

MENNTAÐU ÞIG!
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12