Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2010 Mars

25.03.2010 16:45

HÁLENDISGÆSLA 2010

Gerpir tekur þátt í verkefninu Björgunarsveitir á hálendinu 2010 eins og undanfarin ár og erum við búin að skrá hóp á Fjallabakssvæðið dagana 25.júní til 2.júlí í sumar.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu skulu skrá sig hjá Hlyn í síma 868 1380 eða á hlynur@gerpir.com.
Undirbúningur er hafinn svo við hvetjum þá sem hafa áhuga að skrá sig sem fyrst og vera með frá byrjun.

15.03.2010 14:09

Úttektaræfing Leitarhunda

Námskeiðið verður haldið í Neskaupstað.  Verklegar æfingar/úttektir fara fram í Oddsskaði.  
Það hefst laugardagsmorguninn 20. mars kl. 8:00 og lýkur á þriðjudagskvöldið 23. mars kl. 20:00.

(með þessu er mönnum gert kleyft að leggja af stað e. vinnu á föstudag en ath með brottför á þriðjudag að námskeiði lýkur EKKI fyrr en kl. 20:00 svo menn geta ekki farið fyrr. Lýkt og með önnur námskeið hjá Landsbjörgu þarf að sitja allt námskeiðið ef menn ætla að þreyta próf og klára sína gráðu.)

Dagskráin er á þessa leið:
Laugardagur
8:00 - 17:00 (tímasetning getur lengst ef svo stendur á) Ræs, morgunmatur og svæði gerð klár, Æfingar.
farið af svæðum, sund, matur, leiðbeinendafundur
20:00 Aðalfundur Leitarhunda, dagskrá samkv. lögum

Sunnudagur
8:00 - 17:00 (tímasetning getur lengst ef svo stendur á) Æfingar, próf
* Svæðistjórn og stjórn bj.sv. á svæðinu er boðið að koma og fylgjast með æfingum á sunnudag.
farið af svæðum, sund, matur, leiðbeinendafundur
20:00 Fyrirlestur um "clicker" þjálfun ásamt hópefli. Umsj. Sara Ómars

Mánudagur
8:00 - 17:00 (tímasetning getur lengst ef svo stendur á)
farið af svæðum, sund, matur, leiðbeinendafundur
20:00 Fyrirlestur, verkefnavinna eða annað.Smá tala og myndasýning frá ferð leiðbeinenda til Finnlands í október Umsj. Stefán Karl

Þriðjudagur
8:00 - 17:00 (tímasetning getur lengst ef svo stendur á) Æfingar, próf
farið af svæðum, tiltekt, leiðbeinendafundur, matur, slit


Björgunarsveitarfólk er hvatt til að mæta og aðstoða við æfinguna.  Þeir sem hafa áhuga á að koma og aðstoða/taka þátt eru beðnir um að melda sig inn til Ingavars 843-7788 eða ingvar@gerpir.com 


08.03.2010 14:38

FUNDUR Í KVÖLD

Á fundi í kvöld verður farið yfir útkallið s.l. laugardag og skoðað það sem var vel gert og það sem betur hefði mátt fara.

Að því loknu förum við yfir bátamál Gerpis og framtíðina í þeim efnum.

Vonumst eftir góðri mætingu og málefnalegum umræðum.

Minnum einnig á námskeiðið Fjallamennsku 1 sem verður næstu helgi.

04.03.2010 14:21

ÝMISLEGT Á DÖFINNI

Bátafundur nk. mánudag
Næstkomandi MÁNUDAG 8.mars kl. 20 verður fundað um framtíð núverandi bátaflota og ákveðið hvort að við ætlum okkur að eiga Glæsi áfram, en eins og flestum er kunnugt eigum við von á nýjum Atlantic 75 sem sjá má hér að neðan.
FUNDUR FELLUR NIÐUR NÆSTKOMANDI ÞRIÐJUDAG 9.MARS

Jeppaferð
3 sæti laus í jeppaferð um helgina. Farið verður upp í Snæfell og svæðið umhverfis skoðað. Ætlunin er að gista eina nótt en nánari dagskrá fer eftir veðri og færð.
Brottför á laugardag kl. 12. Áhugasamir hafi samband við Marvin 820-2850

Fjallamennska 1
Námskeiðið Fjallamennska 1 verður haldið 12.-14.3. í Neskaupstað. Námskeiðið er hluti af Björgunarmanni 1 og því nauðsynlegt fyrir alla sem ætla sér að vera á útkallslista. Nánari upplýsingar má finna á http://skoli.landsbjorg.is/Open/CurriculumDetail.aspx?Id=5
Áhugasamir hafi samband við Pálma sem fyrst í síma 846-7762
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12