Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2010 Febrúar

27.02.2010 10:19

Bátamál

Eins og mörgum er kunnugt hefur verið unnaið að því í nokkurn tíma að endurnýja harðbotnabátinn okkar Glæsi.  Núna er orðið staðfest að við fáum Bát frá RNLI að gerðinni ATLANTIC 75.  Báturinn hefur númerið B-718 og hefur borið nafnið Rotaract frá því hann var smíðaður en hann er árgerð 1995. Starfsmaður Landsjargar hefur farið að skoða bátinn og líst honum vel á gripinn. 

Hér er mynd af B-718 tekin árið 2005.  Nýar myndir af bátnum er hægt að sjá í myndir.Það er búið að festa kaup á 2 hásinga kerru undir bátinn og kemur hún með honum til landsins.  2 vélar fylgja bátnum YAMAHA 75hp árg. 2005.  Ekki er kominn dagsetning hvenær við fáum bátinn afhentann en það er vonast til þess að það verði jafnvel um miðjan marsmánuð.

Af Glæsi okkar er það að frétta að skrokkurinn á honum er búinn að fara í góða yfirhalningu, gert var við skemmdir á skrokknum og skrokkurinn sprautaður.  Hlynur bar veg og vanda af þeirri vinnu.

Núna erum við með í láni 2 gerðir af björgunargöllum sem að hugsaðar eru fyrir áhöfn björgunarbáta hjá okkur.  Það er stefnan að fjárfesta 3-4 göllum. Það verður farið í það að skoða kosti og ókost hvers galla.

Frekari fréttir verða settar inn fljótlega.

10.02.2010 15:09

NÁMSKEIÐ: Snjóflóðaleit og Mat á snjóflóðahættu

Tvö námskeið verða haldin hér fyrir Austan n.k. helgi. Snjóflóðaleit og Mat á snjóflóðahættu. Námskeiðin verða líklega haldin í húsi bsv. Héraðs og verklegi hlutinn á Gagnheiði eða á Oddsskarði.

Snjóflóðaleit verður á föstudagskvöldi og verklegt á laugardeginum, en Mat á snjóflóðahættu verður haldið á sunnudaginn.

Hægt er að skrá sig á annað hvort námskeiðið eða bæði.

Staðsetningar og tímasetningar gætu breyst eitthvað eftir aðstæðum, en nýjar upplýsingar verða settar hér inn á síðuna um leið ef eittvhað breytist.

Skráning hjá Svenna sem fyrst, svenni@gerpir.com eða 862 3538


  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12