Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2009 Desember

28.12.2009 18:15

Brenna og flugeldasýning

Kæru Norðfirðingar

Í ár verða brenna og flugeldasýning með sama sniði og í fyrra þar sem almenn ánægja reyndist emð það fyrirkomulag. Brennan verður haldin ofan við Starmýri, en flugeldasýningin austan og ofan á snjóflóðavarnargarði.

Kveikt verður í brennunni kl. 20:30 og flugeldasýningin verður kl. 21:00.

Flugeldasýningin í ár er kostuð af Síldarvinnslunni og Landsbankanum

   


Við vonum að sem flestir geti séð sér fært að mæta gangandi á þennan viðburð, en bílastæði verða við Verkmenntaskólann og ofan við Sjúkrahúsið.

Lokað verður fyrir akstur upp frá Víðimýri að tjaldstæði, vegna flugeldasýningar.

Viljum við biðja fólk um að sýna tillitsemi og fara ekki nærri flugeldasýningu, en björgunarsveitarfólk verður á svæðinu til að leiðbeina vegfarendum.

27.12.2009 13:17

Flugeldasala

Núna erum við að vinna í því að fá fólk á vaktir í flugeldasölu. Þið sem hafið áhuga á að taka þátt í flugeldasölunni getið haft samband við Pálma 846-7762 eða palmi @gerpir.com.
Vaktirnar verða eins og hér segir:

Mánudagur 28.12             Opið milli kl. 16 og 22
Fyrri vakt 15:30 - 19:00 og seinni vakt 19:00 - 22:30

Þriðjudagur 29.12           Opið milli kl. 13 og 22
Fyrri vakt 12:30 - 17:30 og seinni vakt 17:30 - 22:30

Miðvikudagur 30.12       Opið milli kl. 13 og 22
Fyrri vakt 12:30 - 17:30 og seinni vakt 17:30 - 22:30

Fimmtudagur 31.12        Opið milli kl. 10 og 15
Vakt 09:30 - 16:00 svo mega einhverjir mæta við lokun til að hjálpa til við að ganga frá og þrífa

Miðvikudagur 6.1            Opið milli kl. 13 og 17
Vakt 12:30 - 18:00 svo mega einhverjir mæta við lokun til að hjálpa til við að ganga frá og þrífa

Í dag kl. 13 verður unnið við vörutalningu í Hempu en kl. 15 mega allir mæta og aðstoða við uppsetningu flugeldasölunnar.

Stefnt er að því að áramótabrennan og flugeldasýningin verði með svipuðu sniði og í fyrra þ.e. að brennan verði staðsett fyrir neðan skógræktina og flugeldasýningin verði á snjóflóðavarnagarðinum og að brennan hefjist kl 20:30 og flugeldasýningin kl 21:00.

07.12.2009 14:08

Jólatréssala og áramót

Björgunarsveitin Gerpir

Jólatréssala og áramót

 

Eins og viðskiptavinum okkar undanfarin ár er kunnugt um þá hefur björgunarsveitin Gerpir með jólatréssölu á Norðfirði í samstarfi við Skógrækt Ríkisins og Skógræktarfélag Neskaupstaðar.

Nú er því miður svo að búið er að grisja það mikið í Hjallaskógi að ekki verða felld þar fleiri jólatré og því getum við ekki boðið upp á að fólk felli sín tré í Neskaupstað þetta árið. Er Skógræktarfélagi Neskaupstaðar þökkuð samvinna síðustu ára sem hefur verið reglulega góð.

Rétt er að geta þess að Skógræktarfélag Neskaupstaðar er byrjað að undirbúa sérstaka jólatréslundi á svæði sínu þannig að í framtíðinni verður hægt að fella jólatré þar og vonandi verður þá framhald á þessari skemmtilegu hefð sem skapast hefur á liðnum árum.

Nú mun björgunarsveitin því einungis bjóða upp á tré frá Skógrækt Ríkisins á Hallormsstað en að venju er um að ræða margar tegundir s.s. rauðgreni, blágreni og stafafuru.

Hringt verður í viðskiptavini síðasta árs á næstu dögum og tekið við pöntunum. Þá geta nýir viðskiptavinir hringt í síma 843-7721, Stefán og síma 665-6062, Daði og lagt inn pantanir eða sent þær á netfangið: gerpir@gerpir.com fyrir 12 des n.k. Eru þeir viðskiptvinir sem verið hafa með okkur í Hjallaskógi hvattir til að hafa samband ef þeir vilja fá tré frá Hallormsstað þetta árið.

Jólatrén verða seld í húsi björgunarsveitarinnar föstudaginn 18.desember næstkomandi milli kl:18-20.

Flugeldasala Gerpis að Strandgötu 44 (Dósamóttaka) verður milli hátíðanna.  

Opnun flugeldasölu verður sem hér segir:

Mánudagur 28.12             Milli kl. 16 og 22

Þriðjudagur 29.12           Milli kl. 13 og 22

Miðvikudagur 30.12        Milli kl. 13 og 22

Fimmtudagur 31.12         Milli kl. 10 og 15

Að venju verður svo opið á Þrettándanum, 6.janúar, milli kl: 13 og 17.

Stefnt er að því að áramótabrennan og flugeldasýningin verði með svipuðu sniði og í fyrra þ.e. að brennan verði staðsett fyrir neðan skógræktina og flugeldasýningin verði á snjóflóðavarnagarðinum og að brennan hefjist kl 20:30 og flugeldasýningin kl 21:00.

Björgunarsveitin Gerpir óskar íbúum Fjarðabyggðar gleðilegra jóla, farsæls komandi árs og þakkar stuðninginn á árinu sem er að líða.

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12