Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2009 Maí

29.05.2009 14:40

Sjómannadagurinn og fl

Nú fer heldur betur að styttast í sjómannadagshelgina en eins og allir vita er ýmislegt um að vera hjá Björgunarsveitinni ma verðum við að aðstoða við kappróður og svo verður okkar glæsilega kaffisala á sínum stað og fara félgar að fara að fá afhendann kökubakka til að baka einhverja kræsingar. (eða að ná í bakkann á þriðjudaginn næsta)  Dagskrá Gerpis um sjómanndagshelgina verður kynnt síðar og verður farið yfir hana á þriðjudaginn næsta.

Sjáumst á þriðjudaginnPS ef að einhver er spenntur fyrir göngu um helgina þá hafa samband vi Daða s:6656062
 

24.05.2009 11:15

Helgin 22.-24.5

S.l. helgi unnu meðlimir björgunarsveitarinnar að fjáröflunum og sátu námskeið.

Gerpir, ásamt Geisla á Fáskrúðsfirði, tóku að sér gæslu á balli sem var lokahnykkurinn á landsmóti bridgespilara á Eskifirði.

Fyrsti hluti námskeiðs fyrir stjórnendur björgunarskipa Landsbjargar var einnig haldið í húsi björgunarsveitarinnar um helgina og auk Gerpis komu þáttakendur frá Raufarhöfn og Siglufirði.
Leiðbeinendur voru frá Fjöltækniskóla Íslands.


20.05.2009 10:37

Rústabjörgun um hvítasunnuhelgina

Stór rústabjörgunaræfing verður haldin á Dalvík á laugardeginum um hvítasunnuhelgina.

Æfingin byrjar snemma á um morguninn ca. 06:30 og stendur fram eftir degi æfðir verða allir þættir rústbjörgunar en húsið sem á að fara rífa er gömul 3ja hæða blokk!
Eftir þessa risa æfingu sem við áætlum ætlum að ljúki seinni partinn þá verður opnað fyrir okkur í sundlaug Dalvíkur og svo verður grillað á eftir.  
Gisting verður sennilegast í húsi björgunarsveitarinnar á Dalvík nema annaðkomi í ljós.


Áhugasamir hafi samband við Snorra Gunn í 846-6571 eða snorrigunn@gerpir.com

19.05.2009 13:19

Fundur í kvöld: Neistaflug og sjómannadagur

Málefni Neistaflugs rædd í kvöld. Framhald af umræðum á aðafundi. Drög að samningi kynnt.

Einnig ræðum við fyrirkomulag sjómannadagsins.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Stjórnin

01.05.2009 10:05

Aðalfundurinn

Nokkuð góð þáttaka var á aðalfundi Björgunarsveitarinnar sem var haldinn þriðjudaginn 28 apríl sl.  Þær breytingar urðu í stjórn Gerpis að í stað Hlyns varaformanns, kemur Stefán Karl, og í sæti Guðmundar Páls meðstjórnanda kemur Dagfinnur Ómars.
Gamla stjórn Gerpis þakkar þeim Hlyn og Guðmundi kærlega fyrir samstarfið.
Skipað var í eftirfarandi embætti og er það ósk fundarins að þeir sem gegni embætti sinni þeim að ábyrð.
Embætti 2009

 

Embætti

Ábyrgðarmaður

Fjarskipti

Hlynur

Áramótabrenna

Valdi +  stjórn

Flugeldasala

Hrafn Bjarnason + stjórn

Húsvörður

Einar Andrésson

Námskeiðsstjórn

Svenni

Rústabjörgun

Skúli Hjalta

Sjómannadagsráð

Formaður stjórnar (Pálmi)

Skemmtinefnd

Valdi og Kristinn Agnar

Svæðisstjórn

Tómas Z, Áslaug

Umsjónarmaður búnaðar

Bjössi

Umsjónarmaður unglingadeildar

(Halli, Snorri) + stjórn

Auglýsingaskilti

Stjórn

Bátaflokkur

Barði og Snorrii

Bílaflokkur

Eiríkur

Dagatal

Erla

Hundaflokkur

Stefán Karl

Landhópur

Pálmi, Martin

Barðsnes

Magni

Sandvíkurskýli

Magni og Tómas

Dósasjóður

Auður

Viðfjörður

Skúli og Tóti

Jólatré

Bjarni Alla og Jón Björn  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12