Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2008 Október

29.10.2008 10:55

Neyðarkallasala, Fjallabjörgun og HvannadalshnjúkurNú á föstudaginn og laugardaginn ætlum við að selja Neyðarkall björgunarsveitanna hér í bænum. Sjálfboðaliðar óskast sem geta staðið vaktir á föstudag (16-19) og/eða laugardag (11:30-14:30 og jafnvel lengur). Hafið samband við Svenna.Námskeiðið Fjallabjörgun 1 verður haldið hérna helgina 7.-9. nóvember.  Þetta fyrirtaks námskeið fyrir alla björgunarsveitarmenn, ekki bara spottakarla. Skráið ykkur sem fyrst á vef björgunarskólans eða hjá Svenna.Í vor er stefnt að því að vaskur hópur frá okkur fari á Hvannadalshnjúk. Fyrsti liðurinn í undirbúningsferlinu er gönguferð hér í nágrenninu núna á sunnudaginn. Áhugasamir hafi samband við Ingvar Stefán.

08.10.2008 15:37

Á næstunni

Á næstunni er í athugun að halda meiraprófsnámskeið einhvers staðar hér í grenndinni. Áhugasamir setji sig í samband við Jón Björn Hákonarson.


Helgina 17. - 19.október verður haldið hér námskeiðið "Áhafnir björgunarskipa". Áhugasamir meldi sig til Daða (dadi @ gerpir.com) og skrái sig á vef björgunarskólans.


24. - 26. október er ráðstefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar - Björgun 2008. Þeir félagar sem hafa hug á að fara tilkynni sig til gjaldkerans (svenni @ gerpir.com).


  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 96
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 622646
Samtals gestir: 111062
Tölur uppfærðar: 23.4.2017 05:21:11