Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2007 Júní

19.06.2007 23:59

Myndir frá Hafbjörgu.

Var að setja inn nokkrar myndir úr Hafbjargar myndavélinni.  Þar eru m.a. myndir frá Björgun Reyðars SU og fleira krassandi.

Daði

18.06.2007 08:19

Vel heppnaður fjölskyldudagur

Samkvæmt hefðinni var fjölskyldudagur Gerpis haldinn hátíðlegur um allt land í gær. Við Gerpisfólk keyrðum til Vöðlavíkur (Vaðlavíkur) og höfðum það náðugt við Ímastaði. Grillað var ofan í mannskapinn og farið var í leiki á túninu. Að lokum var svo farið niður á sand og flugdrekarnir dregnir á loft.
Við þökkum húsráðendum á Ímastöðum kærlega fyrir aðstöðuna.
Fleiri myndir koma síðar.

13.06.2007 13:06

Fjölskyldudagur Gerpis - 17. júní.

Sunnudaginn 17 júní er áætlað að halda hinn "árlega" fjölskyldudag hátíðlegan og er stefnan tekin á Vöðlavík. Veðurútlit er ágætt en óvíst er hvort við sjáum stökkvandi Hnúfubak í þetta sinn, nema að þeir leynist í Víkurvatninu
Eins og fyrr segir er stefnan tekin á Vöðlavík og ætlum við að leggja í hann frá Björgunarsveitarhúsinu um kl: 11 sunnudaginn 17. júní og vera fram til ca 16 og vera komin heim um 17 leytið.  Við ætlum að grilla og gera eitthvað meira skemmtilegt. Endilega takið flugdrekann, fótboltann, frisbee diskinn eða eitthvað annað skemmtilegt með.   Grillkjötið og/eða pylsurnar sem þið ætlið að borða komið þið með sjálf en Gerpir kemur með grillið, eitthvaðað drekka og meðlæti (salat,sósu).
Tilkynnið þátttöku með því að skrá ykkur í athugasemdir hér fyrir neðan. Ef þið viljið fara með Björgunarsveitarbílunum takið það þá fram í skráningunni.
Nánari upplýsingar gefa Daði, Svenni, Hlynur og Eiríkur.

13.06.2007 12:43

13 juni Útkall Rauður

Kl 04:23 var Hafbjörgin kölluðu út vegna sökkvandi báts út af Reyðarfirði.  Hafbjörg og Glæsir lögðu af stað en blíðu veður var á sjó fyrir utan smá undiröldu.  Báturinn sem bað um aðstoð ber nafnið Reyðar og eru tveir menn um borð.  Glæsir tók sjódæluna úr Hafbjörginni um borð til sín þar sem útlit var fyrir að Glæsir yrði fyrr á staðinn.  Um kl 05:30 var Glæsir kominn að Reyðari og Hafbjörg stuttu síðar. Vel gekk að dæla sjó úr bátnum og fljótlega var búið að koma í veg fyrir lekann.  Hosa á slöngu fyrir kælivatn hafði gefið sig og flætt inn með slöngunni.  Hafbjörg tók Reyðar í tog inn til Eskifjarðar og Glæsir fylgdi með.  Komið var til Eskifjarðar um kl 07:30 og silgt svo til baka í heimahöfn á Norðfirði eftir að búið var að koma Reyðari að bryggju. 

04.06.2007 11:49

Mikið að gera um sjómannadagshelgi

Sjómannadagshelgin var mjög annasöm hjá félögum í björgunarsveitinni og unglingadeildinni að vanda.

Undirbúningur byrjaði fyrir nokkrum vikum og náði hámarki í síðustu viku, húsið var þrifið hátt og lágt, bátarnir yfirfarnir, bílarnir þrifnir, kökurnar bakaðar og svo mætti lengi telja.

Á laugardagsmorgun byrjaði fjörið með vakt á bát við bryggjunar vegna dorgveiðikeppni. Eftir hádegið tók svo við opinber björgunaræfing þar sem línu var skotið út í Hafbjörgu, fluglínutæki sett upp, fólk dregið í land og formaðurinn dreginn á haf út. Eftir æfinguna hélt áfram bryggjuvakt á Skottunni og í landi auk þess sem Glæsir og Glámur (gamli Glæsir) drógu kappróðrarbátana í rásmarkið.

Á sunnudagsmorgun var hópsigling þar sem björgunarsveitarmenn og unglingar voru með vakt í stóru skipunum auk þess sem Hafbjörg og Skotta sigldu með smábátunum og Glæsir með stóru skipunum. Eftir hádegið var svo bryggju- og Skottuvakt ásamt því að árleg kaffisala Björgunarsveitarinnar var opin frá 15-18 og þar leggjast allir á eitt um að vel takist til.

Allt þetta kallar á mikla vinnu margra og vill stjórn sveitarinnar þakka þeim sem tóku þátt í þessu öllu saman fyrir okkar hönd kærlega fyrir sitt framlag og sérstaklega þökkum við meðlimum unglingadeildarinnar sem leggja mikið á sig fyrir okkur.

04.06.2007 11:28

gerpir.com

Björgunarsveitin Gerpir er komin með sitt eigið lén

gerpir.com


Það er núna áframsent á þessa síðu og þannig verður það líklega um sinn. Félagar í sveitinni geta fengið aðgang að þessu léni, þ.e. fengið netfang með vefpósti (gmail) undir gerpir.com, dagatal og startsíðu.

Látið vita ef þið viljið fá aðgang gerpir@gerpir.com
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12