Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Flokkur: gerpir.com

15.01.2008 11:53

Kvöldið í kvöld

Í kvöld ætlar tækjaflokkur að taka á því. "Óvissuútkall" kannski......hjálparbeiðni hver veit. Hvetjum alla til að mæta og fara út að leika með tækjaflokki.

31.12.2007 10:49

Gleðilegt nýtt ár

Gerpismenn og konur hafa undanfarna daga staðið í ströngu við flugeldasölu, undirbúning flugeldasýningar og áramótabrennu.  Flugeldasalan hefur gengið ágætlega en vont veður hefur að öllum líkindum dregið úr sölu og vonast er eftir góðum söludegi í dag, gamlársdag. 

Félagar Gerpis hafa sinnt nokkrum verkefnum vegna ófærðar og óveðurs á Oddskarði og einig voru nokkur verkefni vegna óveðursins í gær s.s. fok á árujánsplötum og þak sem fauk af gömlu fjárhúsi.

Við viljum benda þeim sem hafa keipt af okku r svokallaða "MIÐNÆTURBOMBU" í flugeldasölunni, á að nokkuð hátt hlutfall þessara flugelda er gallaður og er því hættulegur.  Skilið henni inn til okkar og fáið eitthvað flott í staðinn.

Minnum á áramótabrennuna í kvöld kl: 20:30 og flugeldasýninguna sem hefst kl: 21:00.

Eigum slysalaus áramót.  Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á árinu 2007.

Stjórn Björgunarsveitarinnar Gerpis

24.12.2007 23:55

Jólaútkallið mikla

 Á aðfangadag kl 23:00 hringir Sævar Guðjónsson starfsmaður hjá Austfjarðaleið og bað um að 16 farþegar yrðu sóttir uppá Oddskarð þar sem að rútan sem þeir voru á væri runnin útaf og sæti föst. Rútan var staðsett um 200 m sunnan við Oddskarðsgöng. Farið var á F350 og Econline og sóttir 16 manns og þeim skutlað heim til sín til að halda heilög jól með fjölskyldum sínum... Hérna eru svo svipmyndir úr útkallinu:
            

04.12.2007 15:30

Fundurinn í kvöld

Fundurinn í kvöld byggist á eftirtöldu:

- Skipta niður verkum fyrir áramótum ( Brenna, jólatrésala, flugeldasýning, flugeldasala og fl)

- Fjórhjólasýning (nýju hjólin eru komin já þið lásuð rétt, þau eru komin)

- Tiltekt í húsinu (þetta er nú að verað ansi sjoppulegt hjá okkur, rusl og drasl útum allt)

Komdu á fund, það verður gaman.

06.11.2007 21:47

Útkall; F2 Gulur Fokker með bilaðan hreyfil

Klukkan 21:05 þriðjudagskvöldið 6. nóvember fékk Gerpir útkall, Fokker flugvél var að koma inn til lendingar á Egilstaðaflugvelli á einum hreyfli. 5 mínútur voru í lendingu þegar SMS-ið barst. 14 manns voru strax mættir í hús. Glæsileg mæting og ber að hrósa mönnum fyrir þrátt fyrir að aldrei höfum við farið neitt í þetta skiptið. Þetta endaði vel og vélinn lenti heilu og höldnu stuttu síðar.

06.11.2007 15:26

Breyttur fundartími

Kosið var um breytingu á fundartíma í gærkvöldi og féllu atkvæði þannig:

Færa fundartíma yfir á þriðjudaga:    6
Halda óbreyttum fundartíma               4


Þetta þýðir að fundir verða á Þriðjudögum héðan í frá þangað til að annað kemur í ljós.

Þess má geta að næsta Þriðjudag verður bátadagur, og ætlum við að fara yfir leitartækni
á sjó. Hvetjum alla sem áhuga hafa að mæta.
                

01.11.2007 09:50

Mánudagar VS. Þriðjudagar


KOSTNING UM BREYTTANN FUNDARTÍMA VERÐUR NÆSTA MÁNUDAGSKVÖLD, 5 NOVEMBER.

Kosið verður um það hvort færa eigi vikulega mánudagsfundi yfir á þriðjudagskvöld.  Mætið og látið skoðun ykkar í ljós.

Kv. Stjórnin

17.10.2007 21:13

Dagsferð Kárahnjúkar-Snæfell

Jæja nú er kominn tími til að leika sér. Farið verður í dagsferð uppá hálendið, keyrt verður yfir kárahnjúka stíflu og farið í Snæfell og nestið borðað þar og svæðið skoðað. Takið krakkana og konuna eða karlinn með. Kostar ekki krónu fyrir utan nestið þitt.
Farið verður af stað frá húsi kl 8 á laugardagsmorgun.
Skráning hér í álitum einnig má nálgast upplýsingar hjá Eiríki í 8951847              

                                 

16.10.2007 17:53

Úttekt hjá leitarhundum

Núna um síðustu helgi var hundateymið okkar í úttekt í víðavangsleit. Alls fóru 5 hundar héðan ásamt eigendum sínum vestur á Gufuskála, þar sem úttektin fór fram. Það er ekki hægt að segja annað að við höfum mjög duglegt og efnilegt hundafólk í okkar röðum og er staðan hjá okkur þannig að nú erum við með 4 útkallshæfa víðarvangsleitarhunda og 5 útkallshæfa snjóflóðaleitarhunda.  Þeir sem fóru vestur voru Þórfríður, Ægir, Helgi, Stebbi Kalli og Ingvar Stefán.

15.10.2007 16:55

Kvöldið í kvöld

Tækjaflokkur tekur á því í kvöld, sett verða vetrardekk undir allan flotann. Og einnig Xenon ljóskastara á annan bílinn.  þeir sem áhuga hafa á því að kynnast þessum klikkhausum bíladeildar er bent á að mæta niðrí hús kl 8. Svo verður kíkt á rúntinn og græjurnar prófaðar. HVETJUM ALLA TIL AÐ MÆTA.
Einnig er stefnt að dagsferð á bílum sveitarinnar uppá hálendið komandi helgi (20.Okt) Endilega segið áhuga ykkar hér í "álit"

15.10.2007 12:25

Dagskrá á fundum út árið

Hér er dagskráin birt eins og hún var sýnd á kynningarfundinum, ath að öllum er frjálst að mæta á hvern á fund og taka þátt í því sem er að gerast hverju sinni og hvetjum við til þess.

8. október Sjóflokkur Verkleg kynning út á sjó

15.október Tækjaflokkur Gert vetrarklárt. Tækin prófuð
15.október Hundaflokkur Hundamenn hittast og ráða ráðum sínum fyrir veturinn

20.október Tækjaflokkur Æfing. Dagsferð á fjöll

22.október Landbjörgun Kynning á nokkrum flokkum landbjörgunar. Fjallabjörgun, leitartækni og skyndihjálp

29.október ALLIR MÆTA - "Hópefli" í umsjón stjórnar

5.nóvember Almennur fundur

12.nóvember Sjóflokkur Leitartækni á sjó

19.nóvember Tækjaflokkur Útiæfing - GPS og sjúkraflutningar
19.nóvember Hundaflokkur Leitaræfing

26.nóvember Landbjörgun Ýmsir þættir snjóflóðaleitar

3.desember Almennur fundur

10.desember Sjóflokkur Æfing með Hafbjörgu

17.desember Tækjahópur Yfirfara búnað. Æfing: koma dekki á felgu
17.desember Hundahópur Æfing


Lok desember: Undirbúningur áramóta
Jólatréssala
Flugeldasala
Umferðargæsla
Brenna
Flugeldasýning


10.10.2007 13:20

Gerpir.com - fyrir alla félaga

Við viljum benda félögum á að öllum er heimilt að fá aðgang að "innri vef" gerpir.com. Þar er aðgengi að tölvupósti (þú@gerpir.com) með gmail-vefpósti, dagatali, skrám (google docs) spjalli (google talk) og fleiru. Þetta kostar auðvitað ekki neitt.

Hafið samband við upplýsingatæknistjórann (Svenna) til að fá aðgang.

Google apps tölvupósts kynning

Smá hvatningarmyndband (reyndar frá Northwestern háskólanum, en þið lesið Northwestern bara sem GERPIR).

Svör við algengum spurningum er varða þetta hafa verið sett inn á heimasíðuna (undir Gerpir.com FAQ í valmyndinni), þetta er reyndar allt á ensku en löggiltur skjalaþýðandi verður til taks ef á þarf að halda.

04.06.2007 11:28

gerpir.com

Björgunarsveitin Gerpir er komin með sitt eigið lén

gerpir.com


Það er núna áframsent á þessa síðu og þannig verður það líklega um sinn. Félagar í sveitinni geta fengið aðgang að þessu léni, þ.e. fengið netfang með vefpósti (gmail) undir gerpir.com, dagatal og startsíðu.

Látið vita ef þið viljið fá aðgang gerpir@gerpir.com
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16