Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2015 Nóvember

23.11.2015 12:38

Slæm veðurspá

Okkur langar að benda á að veðurspáin fyrir næstu nótt er frekar lítið spennandi að sjá.
Endilega hugið að lausamunum svo þeir valdi ekki skemmdum hjá öðrum og jafnvel óþarfa útköllum.
http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/austfirdir/

13.11.2015 13:07

Neyðarkallinn

Okkur í björgunarsveitinni langar til að þakka fyrir þær frábæru móttökur sem félagsmenn okkar fengu þegar þeir gengu í hús til að selja Neyðarkallinn.
Einnig langar okkur að þakka þeim fyrirtækjum sem studdu við okkur með því að kaupa stóra Neyðarkallinn.

Gaman að sjá og finna þann stuðning sem þessi mikilvægi félagsskapur hefur í samfélaginu.

 

02.11.2015 16:19

Neyðarkall

Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitamaður í bílaflokki.

Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum. Salan fer fram 5.-7. nóvember.

 

Takk fyrir að standa við bakið á okkur!

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12