Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2015 September

29.09.2015 14:24

Aðalfundur

Nú styttist í það....Aðalfundur verður haldinn 20.október kl 20:00.

Hér að neðan er dagskrá fyrir fundinn.
Lögin eru ennþá í vinnslu en þau munu verða aðgengileg fyrir fundinn.
 

1. Setning (Formaður)
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla formanns 
4. Skýrsla gjaldkera
5. Ný lög félagsins kynnt
6. Inntaka nýrra félaga (Fundarstjóri)
7. Samþykkt ársreiknings (fundarstjóri)
8. Kaffihlé
9. Kosning:
·       Formanns
·       Varaformanns
·       Gjaldkera (Svenni)
·       Ritari
·       Meðstjórnandi 1
·       Meðstjórnandi 2
 
·       Endurskoðenda reikninga 1
·       Endurskoðenda reikninga 2
·       Kosning umsjónamanna annarra verkefna
 
10. Önnur mál (ekki í röð)
11. Fundarslit (Formaður síðasta árs)

Allir hvattir til að mæta og taka þátt í að móta næsta starfsár hjá sveitinni.

 

22.09.2015 21:00

Útkall Vélarvana bátur

Hafbjörg var kölluð út í dag kl 14 vegna báts sem að varð vélarvana 10 sm NA af Norðfjarðarhorni.  Engin hætta var á ferðum og veður og sjólag ágætt.

Hafbjörg leysti verkefni vel af hendi og var komin til hafnar um kl 20.

Mynd úr safni Gerpis

 

01.09.2015 21:44

Lagfæringar við Hempu

Nú þegar við fengum von um nokkra þurra daga var ákveðið að fara í smá átak í Hempu sem er annað hús sveitarinnar. Í þessu húsi er dósamóttaka sveitarinna ásamt því að það hýsir okkar árlegu flugeldasölu.

Ráðist var í að háþrýstþvo allt húsið og í dag var unnið við að grunna áður en hægt verður að byrja að mála.
Gekk vinnan vel hjá okkur í dag og mæting með ágætum.
Næstu daga verður síðan unnið við að koma lit á húsið ásamt smá lagfæringum og tiltekt á lóð.

Hempa
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12