Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2015 Júní

09.06.2015 23:20

Afhending á F-350 til Brimrúnar

Það er nú yfirleitt nóg að gera hjá okkur og kvöld afhentum við formlega Ford F350 bíll til félaga okkar í Brimrún á Eskifirði.

 

Þessi bíll hefur þjónað okkur vel undanfarin ár eða frá því við fluttum hann inn árið 2004. Vonum við svo sannarlega að hann nýtist svæðinu okkar vel áfram og erum einkar ánægðir með að hann fór ekki lengra í burtu heldur haldi áfram að þjónusta svæði 13.
Óskum við þeim félögum í Brimrúnu til hamingju með nýja bílinn.
Á myndinni er einnig arftaki bílsins (sá svarti) sem Gerpir var að festa kaup á en hann mun vera útbúinn á 54" dekkjum og binda menn talsverðar vonir við þetta nýja tæki sem bættist í flotan.

 

Hafþór afhendir Þórlindi lyklana
Nýji og gamli saman eða stóri og stærri

09.06.2015 15:48

Styrkur frá Beiti NK

Hér er slóð á frétt frá SVN vegna styrkveitingar sem björgunarsveitin fékk afhentan á sjómannadaginn frá áhöfninni á Beiti NK.

Við þökkum aftur kærlega fyrir okkur.

http://svn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=766:ahoefnin-a-beiti-nk-styrkir-bjoergunarsveitina-gerpi&catid=111&Itemid=100103 

07.06.2015 08:13

Sjómannadagur

Óskum sjómönnum landsins innilega til hamingju með daginn.

Við viljum þakka öllum þeim sem komu til okkar í kaffi í dag í tilefni Sjómannadagsins.
Eins fá allir sem komu að undirbúningi og framkvæmd kaffisölunnar sérstakt hrós fyrir frábær störf.
Að lokum langar okkur að þakka sérstaklega áhöfninni á Beiti NK sem í dag ánöfnuðu okkur upphæðinni sem þeir fengu til umráða fyrir slysalaust ár hjá sér.

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12