Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2014 Ágúst

25.08.2014 12:26

Lokun vegna eldgoss

Eins og einhverjir vita eru björgunarsveitir með lokunarpósta á hálendinu og er leitað til okkar til að taka þátt í að manna þessa pósta. Svæði 13 mannar póst sem er rétt austan við kreppubrú.

Ef þið sjáið ykkur fært að taka einn dag á fjöllum í góðum félagsskap hafið þá samband við formann 846 7762.

Fyrirkomulagið er það að þetta eru 24 tíma vaktir. Vaktaskipti eru á kvöldin. Það eru þrír menn á vakt í einu. Ural er á staðnum og þar er hægt að sofa og elda mat. Á staðnum eru rykgrímur og gleraugu ef þarf vegna öskufalls.

Það þurfa ekki að koma 3 frá sömu sveit heldur er þetta mannað af sveitum af öllu svæði 13.

20.08.2014 13:01

Vetrarstarfið hafið

 

Jæja nú er vetrarstarfið hafið eftir sumarfrí.

Við fórum út í Urðir síðastliðinn þriðjudag og grilluðum og prófuðum að síga ofl. gaman.

Við minnum á að fundir sveitarinnar eru áfram á óbreyttum tímum á þriðjudagskvöldum kl 20:00 og allir eru vellkomnir. Framundan eru æði mörg verkefni og í nægu að snúast. Björgun fer fram í Október og námskeiðaplan björgunarskólans er komið á vefinn.

 

Við minnum einnig á dagskránna sem er hér til hliðar á síðunni. Þar má sjá hverjir eru í dósó og þá fundi sem framundan eru og síðar munum við setja námskeið og aðra viðburði inn í þessa dagskrá.

 

Við bjóðum nýja félaga velkomna á næstunni og um að gera fyrir þá að láta bara sjá sig.

Ljósmyndari: Þorgeir Jónsson
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12