Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2014 Mars

13.03.2014 13:45

VETRARNÁMSKEIÐ LEITARHUNDA LANDSBJARGAR Í NESKAUPSTAÐ/ODDSSKARÐI

NÚNA UM HELGINA VERÐUR VETRARNÁMSKEIÐ LEITARHUNDA LANDSBJARGAR Í NESKAUPSTAÐ/ODDSSKARÐI.
Fólk er að koma víða að til að þjálfa og taka út leitarhunda. Nú ríður á að vera góðir gestgjafar og við munum aðstoða Bjarki Rafn Albertssonog Stefán Karl Guðjónsson við þetta verkefni eins og við getum.
Eftir því sem ég best veit vantar núna bílstjóra á meðan mótinu stendur og einhverja til að sjá um fígúrantana. Unglingadeildin mannar það.

DAGSKRÁIN FER HÉR Á EFTIR:
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
14. mars föstudagur.
8:00 morgunverður 
9:00 námskeið sett í Björgunarsveitarhúsi Gerpis 
9:30 - 17:00 Æft 
17:00 -18:30 Sund
19:00 Kvöldverður 
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
15. mars laugardagur.
8:00 morgunverður 
8:30 - 17:00 Æft 
17:00 -18:00 Sund
19:00 Kvöldverður
20:30 Aðalfundur 
16. mars sunnudagur.
8:00 morgunverður 
8:30 - 17:00 Æft 
17:00 -18:00 Sund
19:00 Kvöldverður
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
17. mars mánudagur.
8:00 morgunverður 
8:30 - 16:00 Æft 
16:00 -18:30 Sund
19:00 Kvöldverður

04.03.2014 15:50

Námskeið á fundi í kvöld

Á fundi í kvöld verður haldið námskeiðið "Björgunarmaður í aðgerðum".

Námskeiðið er eitt kvöld og því lýkur með prófi.

Námskeiðið er skyldunámskeið innan "Björgunarmanns 1".

Námskeiðslýsing:

(af http://skoli.landsbjorg.is/Open/CurriculumDetail.aspx?Id=2 )

Lýsing á námskeiði:
Námskeiðið er ætlað öllum bjögunarsveitarmönnum á útkallsskrá. Um er að ræða fjögurra kennslustunda námskeið sem hefur það að markmiði að gera þátttakendur meðvitaða um það innan hvaða ramma björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn starfa, ásamt því að nemendur þekki réttindi og skyldur björgunarsveitarmanna. Þetta námskeið er skyldunámskeið í Björgunarmaður 1. Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi: • Björgunarmanninn • Björgunarsveitina • Slysavarnafélagið Landsbjörg • Umhverfi okkar • Útkall
 
Námsgögn:
Við upphaf námskeiðs fá þátttakendur afhent útprentað glæruhefti. Nemendur ættu að hafa með sér skriffæri.
 
Forkröfur:
Ekki eru gerðar neinar forkröfur fyrir þetta námskeið.
 
Mat:
Námskeiðinu lýkur á námsmati í formi krossa- og ritgerðaspurninga. Þátttakendur verða að ná einkunninni 7 til að standast námskeiðið. Auk þess verða nemendur að sýna áhuga og viðleitni til þess að læra og tileinka sér námsefnið.
 
Réttindi:
Námskeiðið er skyldunámskeið innan Björgunarmanns 1.
 
Kennsla:
Námskeiðið er kennt í kennslustofu. Miðað er við að það sé kennt á einni kvöldstund, þó svo að breyting geti verið þar á. Námskeiðið er bókleg kennsla sem felur í sér fyrirlestra og samræður leiðbeinenda og nemenda. Þar sem að námskeiðið er eingöngu bóklegt, þá er hámarksfjöldi þátttakenda á hvern leiðbeinanda 30. Leiðbeinendur þurfa að hafa mikla þekkingu á starfsemi SL ásamt því að hafa töluverða reynslu af björgunarstarfi.

 

cartoon

 

 

 

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16