Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2014 Janúar

28.01.2014 17:49

Á fundi í kvöld - Fjarskipti

Fjarskiptanámskeið í kvöld. Allir að mæta og læra um fjarskipti, VHF og TETRA.

21.01.2014 14:05

Á fundi í kvöld

  • Dagskráin framundan, námskeið, æfingar, ofl. verkefni
  • Tækjamót á svæði 13   14.-16.febrúar:  http://www.landsbjorg.is/forsida/frettir/nanar/3107/taekjamot-hja-sveitum-a-svaedi-13
  • Félagsskírteinin afhent
  • Nýju börurnar prófaðar
  • Músaveiðar
  • Önnur mál

13.01.2014 17:08

Félagsfundur 14.1.

Vinnukvöld hjá bátaflokki og í húsinu. Græja Glæsi fyrir skoðun og ganga frá Skottu, flotgöllum ofl.

Spurning um að fara á Músaveiðar?

02.01.2014 21:00

Námskeið framundan

Kæru félagar

Gleðilegt ár

Framundan hjá okkur eru tvö afar gagnleg námskeið.

Annarsvegar Snjóflóð 2 (10.1.14 - 12.1.14) fyrir þá sem eru búnir með snjóflóð 1. Námskeiðið verður haldið hér heima og því hvet ég flesta til að skrá sig.

Hins vegar er bæði Fjarskipti 1 og tetranámskeið kennt á Seyðisfirði sömu helgi (11.1.14). Daníel Eyþór kemur að sunnan og kennir á tetra eftir hádegi á laugardeginum en nauðsynlegt er að klára fjarskipti 1 fyrst (fyrir hádegi á laugardeginum). Tækjahópur - þetta er eiginlega nauðsynlegt námskeið fyrir okkur og því ættum við að skrá okkur sem fyrst...

Þeir sem vilja skrá sig skoðið skoli.landsbjorg.is (Ekkert www).

Ef þið eruð í vandræðum með skráningu verið í sambandi við Gumma 843-7695.

 

7.1.14

Búið að færa snjóflóðanámskeiðið þangað til um næstu helgi þ.e. 17-19jan

Endilega skoðið einnig dagatalið hér við hliðina. Þar eru komin flest námskeið fram á vor og einnig hverjir eiga Dósóvakt.

01.01.2014 21:44

Útkall F3 grænn, Gerpir enn í fréttum

Beiðni barst um aðstoð á oddskarð Eskifjarðarmeginn. Útkallið var eins og hvert annað ófærðarútkall en þó sögulegt að því leyti til að það var fyrsta útkall ársins á landinu. sjá nánar: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/01/01/bjorgunarsveitir_a_ferdinni/

Samtal við lögreglu leiddi það í ljós að óskað var eftir því að bílarnir yrðu færðir en annar þeirra stóð fastur fyrir ruðningstæki. Þegar komið var áleiðis upp á skarð mættu Gerpismenn ruðningstækinu og var þar snúið við þar sem bílarnir voru lausir og vandræðin yfirstaðin.

 

Seinna um daginn um 17:50 vorum við síðan beðnir um að vera í viðbragðsstöðu vegna sjúkraflutnings yfir Oddskarð. Brimrún á Eskifirði var þá lögð á skarðið og einnig snjóplógur og ekki kom til að þyrfti að ræsa út mannskap þar sem vel gekk að komast yfir.

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12