Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2013 Desember

27.12.2013 00:00

Útkall F1 Gulur

Öðruvísi hátíðarstemning var hjá okkur mörgum þessi jólin. Á aðfangadagsmorgun fóru nokkrir í ófærðarútkall á Oddskarð þar sem kúplingslaus bíll var og þeir sem í bílnum voru þurftu aðstoð. Útkallið gekk vel og voru flestir á því að nú væri jólakösin búinn, svo var þo ekki.

Hátíðin gekk í garð að jólanna sið og um níuleytið var kallað út F1 Gulur, aðstoð við sjúkraflutning.

Fyrstu bílar fóru úr húsi 12 mínútum síðar og annar bíllinn tók svæfingalæknir með sér á Reyðarfjörð. Í Oddsdal var færð farinn að spillast og fljótlega sat Linerinn fastur F-350 bíllinn hélt áfram og komst á Reyðarfjörð án teljandi vandræða. Þar var kominn sjúkrabíll frá Djúpavogi með sjúklinginn. Ákvörðunin um að ekið yrði með sjúklinginn og hugsanlega sjúkrabíl í eftirdragi upp í hérað lá í loftinu og lagt var af stað frá Reyðarfirði um kl 11:00. Þá var bílstjóri á sjúkrabílnum frá björgunarsveitinni einnig. 

Á Fagradal gekk ekki lítið á. Hvass Norðanvindur og þungt færi settu fljótlega strik í reikninginn. Í fylgd með F-350 bílnum voru 33"breyttur sjúkrabíll frá Reyðarfirði, Land rover frá Ársól, Payloader og snjóbíll frá Gumma Páls. Fljótlega fór rúða og rúðuþurka í payloadernum og var hann því óstarfhæfur. Síðan brotnaði öxull í Land rovernum og því voru F-350 bíllinn og sjúkrabíllinn einir eftir. 

Í þessarri stöðu voru kallaðar út tvær sveitir til viðbótar Hérar og Jökull á Jökuldal og fóru báðir af stað á móti Gerpi frá Héraði. Einnig var þess freistað að fá ruðningsbíl á dalinn til að létta leið sjúkrabílsins.

F-350 bíllinn barðist áfram gegnum skaflanna með spotta í sjúkrabílnum þar til loks mættu þeir Hérum og síðan ruðninsbílnum en þá var færið einnig tekið að léttast. 

Þegar hér er komið mátti varla tæpara standa því lyfjabirgðir í sjúkrabílnum voru orðnar tæpar og því hefði meiri töf skapað mikla hættu.

Sjúkrabíll og fylgdarlið komu í Egilsstaði um hálfþrjú um nóttina og sjúkraflug lagði af stað frá EGS kl hálf fjögur.

Á bakaleiðinni var búið að stinga í gegnum dalinn a.m.k. eina bílbreidd og komust sjúkrabíll og F-350 á Reyðarfjörð án teljandi vandræða.

Linerinn hafði losnað úr skafli um ellefu leytið og fór á móti F-350 bílnum yfir skarð til að búa til slóð og komu síðustu menn í hús kl. 6:00 á jóladagsmorgun.

 

Útkallið tók sannarlega á menn og fjölskyldur þeirra þar sem flestir hlupu út þegar börnin þeirra voru að byrja að opna jólapakkana og rötuðu einhverjar sögur í fréttamiðla. Hér má sjá nánari umfjöllun um þetta útkall.

http://www.visir.is/threkvirki-fyrir-austan---thad-eru-engin-jol-hja-okkur-/article/2013131229555

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/12/25/sjukraflug_a_jolanott_stod_taept/

http://www.visir.is/-hann-bara-kyssti-okkur-bless-/article/2013131229396

 

26.12.2013 12:58

Flugeldasala

Gleðilega hátið allir!

Nú styttist í flugeldasöluna :) Við vekjum athygli á því að auglýsing í dagskránni inniheldur villur. Flugeldasalan verður í Hempu líkt og undanfarin ár en ekki ad Nesgötu 4 og þann 6.janúar verður opið hjá okkur frá 13-16 en ekki 13-17. Vonandi veldur þetta ekki óþægindum. Hittumst hress og kát í sprengjustuði í Hempu á næstu dögum!

26.12.2013 10:07

Nóg að gera

Gleðilega hátíð, kæru félagar.

Í nógu hefur verið að snúast undanfarið eins og flestir vita. Ég held það sé ekki ofsi um sagt að þrekvirki hafi verið unnið á aðfangadag þegar koma þurfti sjúklingi upp á Egs eins og fram hefur komið í fréttum. 

http://www.visir.is/threkvirki-fyrir-austan---thad-eru-engin-jol-hja-okkur-/article/2013131229555 og 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/12/25/sjukraflug_a_jolanott_stod_taept/

Í þessu útkalli skipti sköpum að hafa öfluga bílstjóra á vel útbúnum bílum ásamt einvala liði sem tók að sér akstur á sjúkrabíl ofl verkefni.

Að auki höfum við sótt fólk í oddskarð og leitað allar fjörur og klappir í Reyðarfirði.

En starfið heldur áfram. Þann 28.des byrjum við á að setja upp flugeldasölu og salan hefst samdægurs kl 16:00. Skráning á vaktir hjá Pálma.

Einnig verðum við með brennu og sýningu eins og undanfarin ár.

 

27.12.2013

Bætum þessari frétt við safnið.

http://www.visir.is/-hann-bara-kyssti-okkur-bless-/article/2013131229396

 

19.12.2013 12:32

Jólatrén afgreidd í dag

Við afgreiðum jólatrén í dag milli kl 18-20.

Erum með posa á staðnum. Sjáumst ;o)

17.12.2013 23:10

F1 Gulur

Maður fyrir borð í Reyðarfirði

Sveitin hefur nú leitað manns sem saknað er af flutningaskipi í Reyðarfirði. Mannsins hefur verið leitað fyrir minni Reyðarfjarðar á harðbotnabátum og tveimur björgunarskipum. Talið er að maðurinn hafi týnst við Seley og því er leitað miðað við rek þaðan en ekkert hefur enn fundist.

Menn fóru strax af stað um kvöldið 15.des frá Neskaupstað á Eskifjörð með Glæsi, keyrandi, og Hafbjörg lagði af stað frá Höfninni strax um kvöldið. Fljótlega var þó ákveðið að snúa Hafbjörginni við og leita í birtingu á a.m.k. tveimur björgunarskipum, dráttarbát frá Reyðarfirði og slöngubátum en einnig var ákveðið að leita fjörur í Reyðarfirði og vattarnesi.

 

Leit hefur verið hætt nema að annað komi fram án þess að til mannsins hafi spurst frá því hann hvarf.

10.12.2013 12:45

Jólatréssala Gerpis

Í ár er björgunarsveitin með tré frá Skógrækt Ríkisins á Hallormsstað til sölu en að venju er um að ræða margar tegundir s.s. rauðgreni, blágreni og stafafuru.

Hringt verður í viðskiptavini síðustu ára á næstu dögum og tekið við pöntunum. Þá geta nýir viðskiptavinir hringt í síma 843-7721, Stefán og síma 665-6062, Daði og lagt inn pantanir eða sent þær á netfangið: jolatre@gerpir.com fyrir 14. des n.k.

 Athugið að einungis er selt upp í pantanir eins og áður.

Jólatrén verða afhent í húsi björgunarsveitarinnar Fimmtudaginn 19. desember næstkomandi milli kl:18-20.

 

 

03.12.2013 19:19

Á fundi í kvöld 3.12.

Eftirfarandi er á dagskrá félagsfundar í kvöld:

  • Snjallsímar í starfi björgunarsveitarmannsins. Kíkt á nokkur forrit sem við getum nýtt okkur.
  • Íslandskort í snjallsímann, spjaldtölvuna, gps tækið, og fartölvuna þína - taktu græjurnar þínar með.
  • Æfingapróf fyrir þá sem að ætla að klára rötunarnámskeiðið, en alvöru prófið verður á næsta fundi.

02.12.2013 23:22

Dósamóttaka

Dósamóttaka verður opin sem hér segir:

 

03.12.2013,    18:00 - 20:00
 

10.12.2013,    18:00 - 20:00

 

17.12.2013,    18:00 - 20:00

 

14.01.2014,    18:00 - 20:00

 

Lokað yfir hátíðarnar vegna flugeldasölu í sama húsi.

 

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12