Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2013 Nóvember

26.11.2013 20:00

Rötunarnámskeið

Minni á rötunarnámskeið í kvöld. Þeir sem misstu af fyrri hlutanum fyrir viku einnig velkomnir. Í kvöld förum við í GPS og æfum aðeins utandyra að nota GPS og áttavita.

18.11.2013 15:35

Námskeiðið Rötun

Námskeiðið "Rötun" verður haldið næstu tvö þriðjudagskvöld á fundartíma hjá okkur. 
Námskeiðið er í tveimur hlutum fyrir þá sem þurfa.
Fyrri hlutinn er áttaviti, kortanotkun ofl, seinni hlutinn er GPS notkun, kortaforrit ofl.
Meira hér:
http://skoli.landsbjorg.is/Open/Course.aspx?Id=3228
Skráning fer fram hér á síðunni, eða hjá Gumma 843 7695.
Einnig getið þið skráð ykkur þegar þið mætið á fundinn.

Námskeiðið er nauðsynlegur undanfari fyrir Ozi explorer kortaforritsnámskeiðið sem er fyrirhugað, en ekki er búið að negla tíma fyrir það ennþá. Nánari uppl. hér:
http://skoli.landsbjorg.is/Open/Course.aspx?Id=3155

07.11.2013 23:33

Fundur tækjahóps 12.11.2013

Fundur tækjahóps þar sem málefni frá aðalfundi verða rædd verður

n.k. þriðjudag 12.11. kl. 20:00.


Til umfjöllunar er:

  • Bókun sem samþykkt var á aðalfundi í kvöld: "Stjórn og fráfarandi formaður tækjahóps leggur til að umsjón með bílum og fjórhjólum verði breytt þannig að það sé ekki einn maður sem ber ábyrgð á bílunum þremur og hjólunum tveimur heldur beri einn maður ábyrgð á hverjum bíl og einn maður á hjólunum. Fyrirkomulag bílstjóramála verður óbreytt."
  • Velja þarf einn eða fleiri umsjónarmenn hvers bíls, verður sama fyrirkomulag á fjórhjólunum?
  • Eyðublað í bíla til notkunar á Skarðinu lagt fram
  • Fyrirkomulag bílstjóramála, daglega og í útköllum
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12