Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2013 Maí

27.05.2013 21:22

Sjómannadagur 2013

Það er að koma sjómannadagur, að vísu finnst manni þetta óvenju snemmt þetta árið, en allavega þá er dagskráin með hefðbundnu sniði.
 
Stefnt er að þátttöku Gerpis í hátíðarhöldunum eins og verið hefur og til þess að það geti orðið þurfum við aðstoð félaga og fleiri til að standa vel að helginni bæði við undirbúning, þáttöku og kökubakstur og kaffisölu.
 
Það verður undirbúningsfundur þriðjudagskvöld klukkan 20.
 
Óskað er eftir þátttöku félaga.

18.05.2013 20:12

Fjallabjörgunaræfing annan í hvítasunnu

Annan í hvítasunnu ætlum við að fara á fjallabjörgunaræfingu á Vopnafjörð.

Mæting kl 800 í björgunarsveitarhúsið og farið kl. 8:20

Þeir sem hafa áhuga hvort sem er á fjallabjörgun, síga eða klifra endilega komi með.

Stefnt að því að koma heim ca milli kl 16-17.

Þeir sem að ætla koma með láti Daða vita í síma 6656062.

08.05.2013 10:13

Allir öruggir heim

Þann 7.maí síðastliðinn fóru nokkrir félagar úr Björgunarsveitinni Gerpi og afhentu Nesskóla 30 gul endurskinsvesti fyrir nemendur í 1.bekk skólans til að nota í vettvangsferðum bekkjarins. Var þetta hluti af þemaverkefninu "allir öruggir heim" sem er samstarfsverkefni slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Alcoa Fjarðaáls, Dynjanda ehf, EFLU verkfræðistofu, Eflingar stéttarfélags, HB Granda, Isavia, Landsvirkjunar, Neyðarlínunnar, Tryggingarmiðstöðvarinnar, Umferðarstofu og Þekkingar.

Kátir 1.bekkingar í nýju vestunum ásamt félögum í Gerpi.

 

 

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16