Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2013 Janúar

29.01.2013 17:30

Ófærð og snjóflóðahætta

Í dag barst björgunnarsveitinni Gerpir beiðni frá Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað um að flytja sjúklinga til og frá Neskaupstað yfir Oddsskarð.  Fórum við á tveimur bílum og gekk ferðin vel og tók um 2 klst í heildina.

Núna síðdegis gaf veðurstofan út tilkynningu um óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Austfjörðum.  Snjóaðhefur mikið til fjalla undanfarana daga og hugsanlega hefur mundast töluverð snósöfnun í fjalllendi. 

 

 

22.01.2013 20:32

Námskeið á næstunni

Björgunarskólinn býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða hér fyrir austan á næstunni. Ber þar helst að nefna:

Björgunarmenn í aðgerðum   25.1.2013           Egilsstaðir

Björgunarmenn í aðgerðum   26.1.2013           Djúpivogur

Snjóflóð 1                                 2.2-3.2.2013      Eskifjörður

Harðbotna slöngubátar           8.2-10.2.2013    Neskaupstaður

Fjallamennska 2                      15.2-17.2.2013  Neskaupstaður

Snjóflóð 1                                  23.3-24.3.2013 Vopnafjörður

Leitartækni                                5.4-7.4.2013     Djúpivogur

Snjóflóð 2                                  6.4-7.4-2013     Neskaupstaður

Harðbotna slöngubátar            12.4-14.4.2013 Djúpivogur

Fjallamennska 1                        19.4-21.4.2013 Seyðisfjörður

Rústabjörgun-grunnnámskeið  3.5.2013            Reyðafjörður

 

Félagar eru eindregið hvattir til að sækja öll þau námskeið sem þeir hafa áhuga á. Einnig minnum við á að bóklegan hluta sumra námskeiðanna er hægt að sækja sem fjarnám í gegnum vefsíðu björgunarskólans og taka svo eingöngu verklega hlutann þegar námskeiðin eru kennd hér.

Kveðja, stjórnin.

14.01.2013 14:12

Snjóflóða- og vélsleðakvöld

Þriðjudagskvöldið 15.1. kl 20:00 verða fyrirlestrar og kynning á útbúnaði ökumanna vélsleða og farið yfir fyrstu viðbrögð félagabjörgunar í snjóflóðum.

Ingólfur Finnson verður með fyrirlestra um snjóflóð sem féll á 100 vélsleðamenn í Kanada og um snjóflóð sem varð í fyrra þar sem íslenskur björgunarsveitarmaður á vélsleða bjargaðist með notkun loftpúðabakpoka.

Þetta er bæði hugsað sem kynning fyrir félagsfólk Gerpis jafnt sem almenning.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Stefnt er að því að vera með verklega æfingu/kennslu í snjóflóðaleit n.k. laugardag fyrir hádegi. Allir velkomnir þar líka.

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12