Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2012 Nóvember

05.11.2012 17:19

Kótelettukvöld

Sæl veriði,

Annaðkvöld munum við halda kótelettukvöld í húsi sveitarinnar að Nesi. Í því felst að stjórn ásamt góðri aðstoð býður félögum í kótelettur í raspi með tilbehör. Maturinn verður borinn fram kl. 18:30 og þar með ættu þeir sem eru að fara á vakt klukkan 19:00 að geta komið og gúffað í sig áður en vinnan hefst. Við viljum auðvitað bara sjá alla okkar félaga mæta í þennan kvöldverð svo við getum hrist okkur saman, haft gaman og borðað okkur södd!

Neyðarkarlasalan hefur gengið mjög vel undanfarna daga en þó eiga nokkrir eftir að labba með karla í þær götur sem þeir tóku að sér að selja í auk þess sem enn vantar sölumann á strandgötuna. Ef einhverjum langar að fá sér rölt í kvöld eða annað kvöld er hann hvattur til að hafa samband við Pálínu (866-2999) til að nálgast karla og posa.

Mætum sem flest á morgunn og gæðum okkur á gæða kótelettum í raspi!

Kveðja, stjórn.
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16