Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2012 Október

30.10.2012 14:43

Fundur í kvöld: Vinnukvöld

Sæl öllsömul,
á fundinum í kvöld ætlum við að hafa vinnukvöld og er ýmislegt sem þarf að gera. Á dagskránni er að vinna í bátakrananum, við breytingar á stjórnstöðinni okkar, í tölvumálum bæði í stjórnstöð og í bílum o.fl.
Einnig stendur til að selja neyðarkallinn um helgina og það verður skipulagt á fundinum í kvöld líka.

Mætum nú sem flest - margar hendur vinna létt verk :)

Kveðja, stjórnin.

10.10.2012 14:29

Myndir frá æfingu

Setti inn nokkrar myndir af fjallabjörgunaæfingunni um helgina.  Eins og svo oft áður þá gleymdist að taka mynidir en hér eru nokkrar.

04.10.2012 11:25

Nóg um að vera

Um helgina er nóg um að vera.  Á föstudaginn er áætlað að halda námskeið í rötun, það námskeið stendur fram á laugardag.  Á sunnudaginn er svo áætlað námskeið í ferðamennsku.  Þetta eru tvö undirstöðu námskeið í björgunarmanni 1.  Hægt er að taka annaðhvort námskeiðið eða bæði.  Pálína sér um skráningu á þessi námskeið.

Leitarhundar eru með úttektarnámskeið á Siglufirði um helgina og fer hundadeildin frá okkur í þá úttekt.  Þeir fara á fimmtudegi og kkoma aftur á sunnudag.

Á sunnudag er sameiginleg fjallabjörgunaræfing björgunarsveita á austurlandi.  Æfingin er hugsuð sem upprifjun á fagnámskeiði sem að haldið var í vor en einnig fyrir björgunarsveitarfólk sem að hefur áhuga á að taka þátt. Það er mæting kl 9 á sunnudagsmorgun á Reyðarfirði.  Hafið samband við Daða ef að þið hafið áhuga.

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12