Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2012 September

25.09.2012 13:26

Fundur 25.9 2012

Sæl öllsömul,

Minnum á fund hjá Landhópi Gerpis í kvöld kl. 20:00. Farið yfir starfið framundan og fjórhjólin aðeins yfirfarin eftir leit fyrir norðan undanfarið.
Pálína (866-2999) er einnig farin að taka við skráningum á námskeiðin ferðamennska og rötun sem haldin verða í Neskaupstað 5-7.október en einnig er hægt að skrá sig inn á skoli.landsbjorg.is.
Ráðstefnan Björgun verður haldin í Reykjavík dagana 19-21.október og er áhugasömum bent á að skrá sig hjá Pálínu.

Kveðja, landhópur og stjórn.

18.09.2012 09:28

Fundur hjá tækjahóp

Sæl öllsömul,

Fundur verður hjá tækjahóp klukkan 20:00 í kvöld. Endurnýjun á transporter og starfið framundan verða til umræðu og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Kveðja, tækjahópur og stjórn.

11.09.2012 10:56

Fundur í kvöld og námskeið um helgina

Sæl öllsömul,

Nú er komið að því að við ætlum að virkja fundaskipulag hópa eins og var á sínum tíma. Þannig verður sameiginlegur fundur hjá öllum hópum fyrsta þriðjudag í mánuði, annan þriðjudag í mánuði verður fundur hjá sjóhóp, þriðja þriðjudag í mánuði verður fundur hjá tækjahóp og þann fjórða fundur hjá landhóp. Dagatal sveitarinnar er að finna hér vinstra megin á síðunni og þar er auðvelt að fylgjast með því hvaða hópur á fund hvern þriðjudag.

Í kvöld verður fundur hjá sjóhóp klukkan 20:00 þar sem farið verður yfir ýmis mál varðandi starfið framundan og jafnvel farið á sjó. Allir sem hafa áhuga á starfi sjóhóps eru hvattir til að mæta hvort sem þeir séu nú þegar hluti sjóphópsins eða ekki.

Námskeiðin Ferðamennska og rötun frá björgunarskólanum verða kennd í Neskaupstað næstkomandi helgi (14.-16.9). Þeir sem hafa áhuga á að taka þau geta skráð sig inni á landsbjorg.is eða haft samband við Pálínu í síma 866-2999 fyrir klukkan 21:00 í kvöld.

Kveðja, stjórn.
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16