Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2011 Desember

31.12.2011 12:30

Ótitlað

Gamlársbrenna austan við snjóflóðavarnagarð (ofan við Starmýrarblokkir) kl 20:30 á gamlárskvöld. Flugeldasýning í boði Síldarvinnslunnar og Íslandsbanka kl 21:00 frá snjóflóðavarnagörðum.

Flugeldasalan er opin kl 10-15 á gamlársdag.

29.12.2011 12:43

Síldarvinnslan styður vel við bakið á björgunarsveitinni

Síldarvinnslan veitti í morgun Björgunarsveitinni Gerpir styrk að upphæð 2,5 milljónir króna. Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar þakkaði við það tækifæri aðstoðina á aðfangadagskvöld, jafnframt hvað það skiptir miklu fyrir fyrirtæki eins og Síldarvinnsluna, sveitarfélagið og samfélagið allt að eiga öflugar björgunarsveitir sem að eru tilbúnar að takast á við erfið verkefni.

Það er skiptir því ekki síður miklu máli fyrir björgunarsveitirnar að eiga góða stuðningsaðila og styrkur sem þessi er eitt af því sem að gerir starf eins og þetta mögulegt og það er okkur ómetanlegt og mikil  hvatning og styrkur að finna stuðning eins og þennan.

Eins og flestum er kunnugt varð Björgunarsveitin Gerpir fyrir töluverðu tjóni bæði á húsnæði og tækjum í ofsaveðrinu sem gekk yfir á aðfangadagskvöld. Það tjón er á bilinu 2-3 milljónir í heildina. Tryggingarnar munu bæta einhvern hluta en ekki er orðið ljóst hve mikinn. Hluti af styrknum frá Síldarvinnslunni mun því líklega fara í þær lagfæringar sem þarf að gera á húsnæði sveitarinnar.Forsvarsmenn sveitarinnar veittu styrknum viðtöku á stjórnendafundi Síldarvinnslunnar í morgun.


Björgunarsveitin Gerpir þakkar kærlega fyrir stuðninginn.

27.12.2011 13:10

Flugeldasala

Nú fer undirbúningur flugeldasölu að fara af stað hjá okkur og koma flugeldarnir til okkar í dag.  Í kvöld kl 20 verður raðað upp og salan græuð. 

Enn vantar fólk á söluvaktir og eru vaktirnar sem hér segir:
Miðvikud. 28.12
15:30 - 19:00
19:00 - 22:00
Fimtud. 29.12
12:30 - 17:30
17:30 - 22:00
Föstud. 30.12
12:30 - 17:30
17:30 - 22:00
Laugard. 31.12
09:30 - 16:00

21.12.2011 23:13

Æfing í Fannardal

Á síðasta fundi var farið á æfingu inn í Fannardal þar sem nokkrir ógæfumenn höfðu fest bílana sína. Fengum stjörnubjart og eiginlega of gott veður.
Gekk æfingin vel og flestir komu heilir heim.
Myndir eru í albúmi.

19.12.2011 22:15

Flugeldafræðsla í Nesskóla

Í dag fóru þeir Skúli og Hlynur í Nesskóla og ræddu við nemendur um skaðsemi sem hlotist getur af völdum flugelda ef að ekki er farið gætilega við meðferð þeirra.  Jafnframt sýndu þeir myndbandið "Ekkert fikt" og fannst víst sumum nóg um.

16.12.2011 16:50

Humber til sölu

Góðann daginn við ætlum að selja Humberinn okkar. Báturinn er árgerð 85 og mótorarnir eru árgerð 94.
Báturinn er í þokkalegu standi miðað við aldur og fyrri störf. Það eru myndir af honum í myndaalbúmi. Báturinn selst hæstbjóðanda.

Hægt er að senda tilboð á odinn@gerpir.com

Með kveðju Óðinn

08.12.2011 09:36

Jólatréssala Gerpis

Í ár er björgunarsveitin með tré frá Skógrækt Ríkisins á Hallormsstað til sölu en að venju er um að ræða margar tegundir s.s. rauðgreni, blágreni og stafafuru.
Hringt verður í viðskiptavini síðustu ára á næstu dögum og tekið við pöntunum. Þá geta nýir viðskiptavinir hringt í síma 843-7721, Stefán og síma 665-6062, Daði og lagt inn pantanir eða sent þær á netfangið:
jolatre@gerpir.com fyrir 13 des n.k.
 Athugið að einungis er selt upp í pantanir eins og áður.
Jólatrén verða seld í húsi björgunarsveitarinnar mánudaginn 19. desember næstkomandi milli kl:18-20.

Þeir sem að gefa kost á sér á að aðstoð við að hringja út og/eða aðstoða við afhendingu tali við Daða.

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16