Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2011 Nóvember

15.11.2011 10:00

Sjóbjörgunaræfing

Til stendur að halda sjóbjörgunaræfingu næstu helgi á Norðfirði og Reyðarfirði.

Kynningar á Sjókalli og Rescue-Runner. 
Hugsanlega fyrirlestur frá þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar.

Dagskrá:
Föstudagur 18.nóv á Norðfirði.
18:40 Matur fyrir þá sem vilja
20:00 Kynning á Sjókalli
20:45 Þyrluáhöfn heldur fyrirlestur um móttöku á þyrlu o.fl.
21:30 Rescue-Runner kynnir nýtt sjóbjörgunartæki.

Laugardagur 19.nóv á Reyðarfirði:
10:00 Kynningarfundur fyrir æfinguna
10:30 Æfing hefst
14:30 Æfingu lýkur
15:00 Rýnifundur um æfinguna

Þeim sem vilja gistingu í húsi Gerpis er það velkomið.

Skráning hjá Valda í síma 895-9983 eða email thorvaldur@hljodaust.is.
Skráningarfrestur til fimmtudagskvölds 17.nóv.

www.sjokall.is
www.rescuerunner.com

14.11.2011 23:51

Fréttir

Á fimmtudags morgun var óskað eftir aðstoð björgunarsveita á austurlandi við leit að ferðamanni sem að var skanað við Sólheimajökul.  Alls fóru 13 björgunarsveitarmenn og 3 leitarhundar frá okkur og var lagt í ann um hádegisbilið á fimmtudag.  Sveitin var síðan í verkefnum með smá hvíld þangað til á föstudagskvöld og var þá haldið heim á leið. 
Kvenfélgs og slysavarnkonur á Skógum og nágrenni fá bestu þakkir fyrir góðar móttökur.


Myndina tók Skúli Hjalta þegar hópurinn var að gera sig klára í leit á föstudag.


Um helgina var haldið námskeiðið harðbotna slöngubátar hjá okkur.  Alls tóku 7 þátt á námskeiðinu. 6 frá okkur og 1 frá Ísólfi Seyðisfirði.

Einnig fékk björgunarsveitin 1 útkall og eina aðstoðarbeiðni á sjó um helgina en bæði þau mál leystust fljótlega þannig að ekki var þörf á aðstoð björgunarsveita.

07.11.2011 15:15

Varðskipið Þór til sýnis

Varðskipið Þór var að renna inn fjörðinn.

Það verður til sýnis milli kl 16 og 19 í dag mánudaginn 7.nóv. Björgunarsveitarfólk sérstaklega velkomið.


v/s. Þór, mynd LHG

03.11.2011 09:33

Neyðarkall

Salan á Neyðarkallinum verður 3. - 6. nóvember.

Björgunarsveitin Gerpir mun ganga í hús í Neskaupstað. Einnig er hægt að hafa samband við Svenna (s.862-3538) og ef sölumennirnir missa af ykkur.


  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12