Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2011 September

25.09.2011 19:30

Fréttir

Hér koma nokkar fréttir af starfinu okkar

Í síðustu viku fór Gerpir í sjóútkall á Seyðisfjörð þar sem leki hafði komið að bát.  Báturinn var þá staddur í Seyðisfirði og var vélarvana.  Atlantic 21 bátur Ísólfs tók bátinn í tog og dró til hafnar á Seyðisfirði.  Glæsir kom á staðinn skömmu á eftir og aðstoðaði. Hafbjörg kom svo í kjölfarið og var þar um borð fleiri dælur ásamt öðrum björgunarbúnaði ef að á þyrfti að halda, en það kom ekki til þess.

Um helgina var hópur frá unglngadeildinni í Vaðlavík ásamt hóp frá Brimrúnu og fleirum.  Æfð var ma. notkun áttavita og GPS tækja.  

Í dag sunnudag tóku félagar björgunarsveitarinnar og unglingadeildarinnar að sér fjáröflun fyrir SVN, en það var undirbúningur framkvæmda við bræðsluna. Verkið gekk mjög vel og tekið var vel á því í tæpa 2 tíma.  Alls tóku 9 þátt í verkinu.

Nokkuð er um námskeið á næstunni fyrir Björgunarsveitarfólk.  Það sem er næst á dagskrá er Fyrsta hjálp og svo Bifreiðastjórnarnámskeið.  Nánari tímsetningar á námskeiðunum má sjá í dagskránni hér til vinstri.  Einnig er hægt að taka sjálfsmat í ýmsum námskeiðum og sækja námskeið í fjarkennslu frá Björgunarskóla Landsbjargar www.landsbjorg.is
 
Um næstu helgi, daganna 30.sept - 2. okt fer fram úttektaræfing leitarhunda SL í víðavang fram í Neskaupstað.  http://www.leitarhundar.is/ 
Gott væri að þeir sem sægju sér fært um að aðstoða á einhvern hátt við æfinguna settu sig í samband við Stebba Kalla. 8437721.
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16