Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2011 Ágúst

30.08.2011 21:01

Almannavarnaæfing 17.sept

Laugardaginn 17.september verður haldin almannavarnaæfing í Fáskrúðsfjarðargöngum.
Skyldumæting !

Æfingin stendur frá kl 10 um morguninn og áætlað er að henni verði að ljúka um kl 15.

22.08.2011 21:01

Myndir úr hálendisferð

Sýnishorn af myndum sem teknar voru í hálendisferðinni eru komnar inní myndaalbúm:

http://gerpir.123.is/album/default.aspx?aid=212622


17.08.2011 11:39

Hálendisferð 19-21 ágúst

Jæja fyrst við fórum ekki í neina hálendisgæslu þetta sumarið ætlum við að bæta það upp nú um helgina og taka yfir hálendið eins og það leggur sig.
Það er mæting í hús kl 8:00 á föstudagsmorgun og lagt af stað á tveimur bílum og fjórhjólum uppúr því. Fyrsta daginn ætlum við að keyra uppí Kárahnjúka og fara þar í gegn og keyra sem leið liggur í Hvergil en þar skolum við af okkur og höfum það gott í heitri laug sem þar er. Við keyrum svo frá Hveragili í gegnum Hvannalindir og skoðum okkur þar um og stefnum svo í Sigurðarskála í Kverkfjöllum en þar verður gist fyrstu nóttina.
Á Laugardagsmorgun er svo möguleiki að fara í einhverjar gönguferðir fyrir þá sem vilja um svæðið.
Stefna verður svo sett í Drekagil en þar er margt að skoða eins og t.d Drekagilið sjálft og Öskjuvatn. Á Laugardagskvöld gistum við svo í Drekagili. 
Á sunnudaginn kíkjum við uppað jökli á flæðurnar á Gæsavatnaleið og fleira, planið er svo að fara í norðurátt niður Dyngjufjalladal, koma við í skála sem heitir Botni og keyra svo norðurúr niður í Mývatn og þjóðveginn heim á leið.

Veðurspáinn lýtur ágætlega út fyrir okkur, það verður skýjað og kannski smá rigning (súld) með köflum en það er bara gott- það minnkar bara rykið fyrir okkur :-)

Búið að er að panta gistingu í skálunum í kverkfjöllum og drekagili fyrir 12-14 manns.
Fjórhjólin verða með í för og hvet ég alla til að græja sig þannig að þið getið prófað þau og verið á þeim.

Þeir sem þegar hafa skráð sig í ferðina eru:

Hlynur
Eiríkur
Jonni
Valdi
Hafþór
Bjarki S.
Rúnar G.
Sveinn G.
Birkir 
Jónína

Undirbúningsfundur verður á fimmtud. kvöld kl 8:00

Kveðja Hlynur  S-8681380

 

09.08.2011 10:27

Fjallaferð

Stefnt er að því að fara í hálendisferð helgina 19. - 21. ágúst. Helst að leggja af stað um hádegi á föstudegi.

Stefnan er tekin á Drekagil, Nýjadal og eitthvað fleira.

Skráning hjá Hlyni í síma 868-1380  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12