Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2011 Maí

31.05.2011 13:50

Sjómannadagurinn 2011

Jæja ágætu félagar nú fer að koma að sjómannadeginum hjá okkur og eins og venja er er ýmislegt um að vera hjá okkur.

Þau verkefni sem að snúa að okkur:
Laugardagur: 
    Náð í kappróðararbáta og græja merkingar fyrir kappróður
    Skotta við gæslu við Dorgveiðikeppni
    Boðið upp á siglingu á Glæsi
    Aðstoð við kappróður
    Frágangur og fl.

Sunnudagur 
    Hópsigling (Glæsir, Skotta og HAfbjörg)
    Uppstilling á tækjum við björgunarsveitarhúsið
    KaffisalaVið munum fara yfir þetta á fundi íkvöld.  

  

08.05.2011 22:45

Foreldrafundur

Foreldrafundur

Athugið - breytt dagsetning

Foreldrafundur verður haldinn á mánudeginum 16. maí,
kl 20:00 í Björgunarsveitarhúsinu við Nesgötu 4.


Dagskrá fundarins

  1. Kynning á stjórn og umsjónarmönnum unglingadeildarinnar.

  2. Kynning á útivistarskólanum sem haldinn verður 20-25. júní.

  3. Kynning á Landsmóti sem fram fer þann 6-10. júlí.

  4. Aðrar ferðir og dagskrá sumarsins.

  5. Farið yfir búnað og klæðnað sem krakkarnir þurfa að hafa með í ferðum.

  6. Sýning á þeim öryggisbúnaði sem krakkarnir hafa með sér t.d. út á sjó og í klifur.

  7. Önnur mál.Við viljum hvetja sem flesta til að mæta og sýna starfi okkar áhuga.


Með fyrirfram þökk,


Stjórn unglingadeildar Gerpis.05.05.2011 11:33

Aðalfundurinn

Eins og flestum er kunnugt var aðalfundur Gerpis haldinn sl þriðjudagskvöld og var ágætis mæting.  Fundarstjóri var Skúli G. Hjaltason.

Breyting varð á stjórn Gerpis og er ný stjórneftirfarandi.

Formaður: Pálmi Benediktsson
Varaformaður: Stefán Karl Guðjónsson
Gjaldkeri: Sveinn H. Oddsson
Ritari: Daði Benediktsson
Meðstjórnandi: Óðinn Ólafsson
Meðstjórnandi: Pálína Fanney Guðmundsdóttir

Í ræðu formannsk kom fram að útköll og aðstoðir sl árs voru 14, fjáraflanir voru að mestu leyti hefðbundnar.  Farið var í nokkrar ferðir og stóð Gerpir sig ágætlega í námskeiðsmálum en mætti samt gera enn betur í því. Helsu verkefni sl. árs voru kaup á A75 harðbotna björgunarbát frá RNLI.  Var því verkefni sýndur mjög góður skilningur af fyritækjum og félögum í heimabyggð og á austurlandi sem að styrktu verkefnið myndarlega og var þeim færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Það sem er framundan er mikið viðhald á björgunarsveitarhúsinu og verður að öllum líkindum ráðist í það í sumar eða haust.
 
Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum og snýr önnur að breytingu legu Nesgötu og hin að fjarskiptamálum við strendur austfjarða.  Verða þessar ályktanir birtar hér á síunni.

Fundargerð er hægt að nálgast hjá dadi@gerpir.com

03.05.2011 13:45

Aðalfundur í kvöld

Aðalfundur björgunarsveitarinnar verður haldinn í kvöld 3.5. kl. 20 í húsi sveitarinnar að Nesi.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf

NÝJIR FÉLAGAR VELKOMNIR OG AÐRIR ÁHUGASAMIR HVATTIR TIL AÐ MÆTA
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12