Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2011 Febrúar

24.02.2011 18:27

FJARNÁM

Tilkynning frá björgunarskólanum

Fjarnámið hefst að nýju Þann 11. mars 2011. Þeir sem náðu ekki að skrá sig í Fjarnámið sem hófst í janúar ættu endilega að nota tækifærið og skrá sig. Það eru allir áfangarnir í Björgunarmanni 1 í boði nema Öryggi við sjó og vötn.

- Rötun (verklegur þáttur)

- Leitartækni (verklegur þáttur)

- Fyrsta hjálp 1 (verklegur þáttur)

- Snjóflóð 1 (verklegur þáttur)

- Fjallamennska 1 (verklegur þáttur)

- Fjarskipti 1 (ekkert verklegt)

- Ferðamennska (ekkert verklegt)

- Björgunarmenn í aðgerðum (frír áfangi, ekkert verklegt)

Dagsetningar á verlegum þáttum er inn á hverjum áfanga sem við á.

Gangi ykkur vel

09.02.2011 17:01

Æfing með þyrlusveit LHG.

Það er mæting um kl 1830.  Áætlað er að LHG lendi um kl 19.  Sameiginlegur matur og spjall.  Farið yfir hvernig æfingunni verður háttað og svo verður farið "út að leika".  Æfingin mun standa eitthvað frameftir kvöldi.


08.02.2011 12:35

Æfing með LHG og bátanámskeið

Á morgun miðvikudag 9.2 er ætlunin að halda æfingu með þyrslusveit LHG.  Planið er að æfingin byrji um kl 20 annað kvöld.  Við förum yfir þetta á fundi í kvöld kl 20.

Námskeiðið harðbotna slöngubátur verður haldið um næstu helgi á Eskifirði.  Mjög gott námskeið hvort sem er í upprifjun eða fyrir þá sem ekki hafa farið áður. Skráning fyrir hádegi á miðvikudag. Það verður einnig farið yfri þessi mál í kvöld.

07.02.2011 17:06

Erindrekstur

Í kvöld kl. 20 verður fundur með erindrekum SL, þeim Sigurði Viðarssyni og Ingólfi Haraldssyni.

Efni fundarins er staða og framtíðarform sveitarinnar. Það sem er á döfinni hjá Sysavarnafélaginu Landsbjörg og þau mál tengd félaginu sem sveitin óskar eftir að ræða. Fundurinn er almenn heimsókn erindreka en stefnt er að því að heimsækja allar björgunarsveitir milli Landsþinga.

Dagskrá SL 2011

18.jan Nýliðadagur Slysavarnadeilda
12.feb Tækjamót, haldið af sveitum á svæði 9
11.maí Peysudagur (lokadagur vorvertíðar)
13. til 14. maí Landsþing SL á Hellu
14. maí Björgunarleikar og Árshátíð SL á Hellu
24.sep Landsæfing á sjó. Haldin á Húnaflóa
8.okt Landsæfing á landi. Haldin á Vestförðum
4.nóv Neyðarkall björgunarsveita


  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16