Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2010 Desember

28.12.2010 09:47

Flugeldasala


Flugeldasala Gerpis er staðsett í "Hempu", Strandgötu 44, Norðfirði

Opnunartími:
Þriðjudagur 28.12.     kl. 16:00 - 22:00
Miðvikudagur 29.12.  kl. 13:00 - 22:00
Fimmtudagur 30.12.  kl. 13:00 - 22:00
Gamlársdagur 31.12. kl. 10:00 - 15:00

Á þrettándanum 6.1.2011 verður opið kl 13:00 - 17:00

Auk flugelda þá verðum við m.a. með glóljós og knöll auk þess sem við bjóðum til sölu gúmmívettlinga, fóðraða og ófóðraða á kostakjörum.

Áramótabrenna verður á gamlárskvöld kl 20:30 og verður á sama stað og síðustu ár, neðan við skógræktina í Hjallaskógi.

Flugeldasýning verður af snjóflóðavarnagarðinum kl 21:00 á gamlárskvöld.

12.12.2010 20:13

Jólatréssala

Jólatréssala Björgunarsveitarinnar Gerpis 2010

Jólatréssala:
 Í ár mun björgunarsveitin Gerpir selja jólatré af afmörkuðu svæði komandi varnargarðs fyrir ofan Urðarteig. 
 

Hægt er að koma og velja sér tré sunnudaginn 19. desember milli kl 11-14.  Björgunarsveitarmenn verða á svæðinu til aðstoðar. Aðkoma að svæðinu verður frá gömlu plastverksmiðjunni við Urðarteig.  Um er að ræða rauð- og blágreni og eitthvað er af furu.

Einnig mun björgunarsveitin eins og undanfarin ár bjóða upp á tré frá Skógrækt Ríkisins á Hallormsstað en að venju er um að ræða margar tegundir s.s. rauðgreni, blágreni og stafafuru.

Hringt verður í viðskiptavini síðasta árs á næstu dögum og tekið við pöntunum. Þá geta nýir viðskiptavinir hringt í síma 843-7721, Stefán og síma 665-6062, Daði og lagt inn pantanir eða sent þær á netfangið: gerpir@gerpir.com fyrir 16. des. Athugið að einungis er selt upp í pantanir eins og áður.

Jólatrén frá Skógrækt Ríkisins verða afhent í húsi björgunarsveitarinnar mánudaginn 20.desember milli kl:18-20.

 

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12