Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2010 Október

15.10.2010 16:01

Fjáröflun í Drangagili og ráðstefnan Björgun

Á morgun fer fram hreinsun úr snjógirðingu við upptakastoðvirkin í Drangagili. Þetta er tilraunaverkefni þar sem við klippum hluta af netunum niður og mokum jarðvegi úr girðingunum. Skriðan sem rann á girðinguna er að mestu mold og torf, um 10m3.
Ef þetta gengur vel verður hreinsað úr efri girðingu einnig, en þar er mun meira magn af jarðvegi (~130m3) og yrði það verkefni unnið á einhverju tímabili.

Til þess að hreinsa úr  girðingunni þarf að opna hana með því að klippa í sundur 6mm vír og fínna vírnet. Þá verður hægt að hleypa skriðunni niður og moka henni svo í gegnum gatið á girðingunni. Að lokum þarf að "sauma" girðinguna aftur saman með vír og víraklemmum.

Til verksins þarf:
Klippur
Lykil á víraklemmur
Strekkjarar, stórir
Skóflur
Haka og eða járn/álkarl
Vír og víraklemmur til samsetningar

Fjallamenn þurfa að vera með vinnuvettlinga, hjálm og í gulu vesti (Gerpir útvegar) og vel búnir til fótanna. Takið með ykkur nesti, heimkoma áætluð um 18-19.

BROTTFÖR KL. 9 LAUGARDAGSMORGUN 16.10.
Takið með ykkur nesti, heimkoma áætluð um 18-19.

Skráning hjá Pálma eða Svenna 846 776204.10.2010 15:58

Stofnun köfunarhóps

Síðunni hefur borist bréf:

Kæru félagar á svæði 13
Ég skrifa þetta bréf til kynna áform um að sameina krafta okkar og stofna öflugan köfunarhóp fyrir austurland.
Við á austurlandi búum svo vel að eiga að minnsta kosti 4 leitar og björgunarkafara, yfir 20 sportkafara og 2-3 atvinnukafara.

Hugmynd okkar er sú að virkja þá sem eru kafarar og þá sem langar að verða kafarar í einn öflugan hóp.
Fyrsta skrefið er að halda fund sem haldinn verður í björgunarsveitarhúsinu Reyðarfirði þann 16.10.2010 Kl:14:30
Þar er ætlunin að stofna hópinn formlega og ræða hvernig menn vilja sjá hlutina. 

Þeir sem ekki komast á fundinn en vilja vera með eru hvattir til að senda tölvupóst á: julius@ice-sar.org eða hafa samband við undirritaðan á einhvern hátt. Þegar við sjáum hversu stór hópurinn verður er ætlunin að fá sportkafaranámskeið austur fyrir þá sem vilja læra köfun.

Líka verður fengið leitar og björgunar kafaranámskeið austur fyrir þá sem eru nú þegar sportkafarar. Á fundinum kemur svo vonandi fleira fram sem hópurinn getur stefnt á.

Þeir sem hvattir eru sérstaklega til að mæta eru:
  • Kafarar
  • Áhafnir báta og meðlimir sjóhópa
  • Þeir sem vilja læra köfun.
  • Þeir sem vilja starfa með köfurum.
  • Formenn sveita

Með fyrir fram þökk
Júlíus A. Albertsson
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12