Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2010 September

30.09.2010 10:11

GPS tæki

Kaupfélagið er að fara að panta GPS tæki á góðu verði. Garmin GPSMAP 62s.

Hafið samband við Svenna (862-3538) fyrir upplýsingar um verð o.þ.h. og ef menn hafa áhuga á þessu eða öðrum tækjum.

27.09.2010 14:04

Almannavarnir sveitarfélaga


Í tengslum við ráðstefnuna Björgun 2010 verður haldin ráðstefna um Almannavarnir sveitarfélaga. Ráðstefnan fer fram á Grand hótel (Gullteig), Reykjavík 21. október 2010.

Á ráðstefnunni verður fjallað um ábyrgð sveitarstjórna þegar náttúruhamfarir verða, nauðsynlegan viðbúnað þeirra og viðbrögð í bráð og lengd. Hluti af ábyrgði þeirra felst í skipan almannavarnanefnda sem eiga m.a. að sjá um gerð viðbragðsáætlana sem nýta skal í almannavarnaástandi.
Farið verður yfir umhverfi almannavarna á Íslandi, hlutverk þeirra og stuðning við sveitarstjórnir þegar vá ríður yfir. Hver eru úrlausnarefnin í ljósi reynslunnar og hvernig er hægt að leysa þau?

Hver er ábyrgð sveitarstjórna vegna náttúruhamfara?
Viðbúnaður og viðbrögð í bráð og lengd

Dagskrá

09:00 09:15 Skráning.

09:15-09:30 Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setur ráðstefnuna.
I Umhverfi almannavarna á Íslandi, hlutverk og stuðningur við sveitarstjórnir þegar vá ríður yfir.

09:30-10:00 Áhætta eftir landssvæðum og greining á áhættu Guðrún Jóhannesdóttir verkefnisstjóri mótvægisaðgerða, almannavarnadeild RLS.

10:00-10:15 Regluverk um almannavarnir og samstarfssamningar Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar RLS.

10:15-10:30 Viðbragðsáætlanir Rögnvaldur Ólafsson verkefnastjóri, almannavarnadeildar RLS.

10:30-11:00 Kaffi

11:00-11:15 Samhæfingar- og stjórnstöðin í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð Jón Gunnarsson stjórnarformaður.

11:15-11:30 Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands.

11:30-12:00 Hlutverk sveitarstjórna á hættu- og neyðartímum Herdís Sigurjónsdóttir, VSÓ ráðgjöf.

12:00-12:30 Hádegisverður

12:30-12:50 Hlutverk Viðlagatryggingar Íslands og samstarf við sveitarstjórnir, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri.

12:50-13:05 Náttúruhamfarir og hlutverk Bjargráðasjóðs Árni Snæbjörnsson framkvæmdastjóri.

13:05-13:20 Hlutverk björgunarsveita Þorsteinn Þorkelsson landsstjórn björgunarsveita.

13:20-13:40 Rekstur þjónustumiðstöðva Ólafur Örn Haraldsson.

13:40-13:55 Átak Sameinuðu þjóðanna varðandi áhættumildun og viðbúnað sveitarfélaga Solveig Þorvaldsdóttir Rainrace ráðgjöf.

13:55-14:15 Kaffihlé
II Hvað getur reynslan kennt okkur?

14:15-14:55 Reynslan frá eldgosinu í Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi frá sjónarhóli lögreglustjóra og sveitarstjóra Kjartan Þorkelsson og Elvar Eyvindsson.

14:55-15:35 Reynslan frá jarðskjálftunum á Suðurlandi frá sjónarhóli Lögreglustjóra og bæjarstjóra Ólafur Helgi Kjartansson og Ragnheiður Hergeirsdóttir.
III Hver eru úrlausnarefnin og hvernig þarf að vinna að því að leysa þau?

15:35-16:00 Pallborðsumræður Með þátttöku ftr. sveitarfélaga, stofnana ríkisins sem bera ábyrgð á almannavörnum og ftr. björgunarsveita.

Ráðstefnustjórn: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði

Nánari upplýsingar hér.

23.09.2010 15:10

Vinnudagur á laugardag

MINNUM Á VINNUDAGINN Á LAUGARDAGINN 25. SEPTEMBER MILLI KL. 13 og 17.

Það lítur út fyrir ágætis veður og góðan dag.  Það verða veitingar í pásum og einnig í lok dags. emoticon  

Þessi mynd var tekin á síðasta viðhaldsdegi, fyrir tveimur árum síðan, þegar við vorum síðast með ACTION-verkefni í samvinnu við ALCOA mættu tólf starfsmenn Fjarðaáls ásamt 9 börnum og einum maka. Einnig tóku 14 björgunarsveitarmenn, ásamt einum maka og barni, þátt í verkefninu.
MUNDU AÐ ÞÚ ERT VELKOMINN (í annað hvort verkefnið eða bæði) ÞÓTT ÞÚ GETIR EKKI VERIÐ ALLAN TÍMANN - og verktakar eru hjartanlega velkomnir.
Endilega leggið ykkar af mörkum um helgina, gott fólk!

23.09.2010 10:40

Svd. Bára sjötug!

Næstkomandi laugardag, þann 26. september, fagnar Slysavarnadeildin Bára á Djúpavogi 70 ára afmæli sínu. Af því tilefni er félagsfólki boðið til veislu í Sambúð, húsi deildarinnar, á milli klukkan 14:00 og 17:00.
Allir velkomnir.

21.09.2010 22:15

Námskeið í haust

Eftirfarandi skráningar hafa borist á námskeið í fjarnámi:

Rötun
Bjarki Rafn Albertsson
Sveinn H. Oddsson
Friðrik Vigfússon
Óðinn Ólafsson

Leitartækni
Sigurbjörn Gunnarsson
Bjarki Rafn Albertsson
Óðinn Ólafsson

Björgunarmenn í aðgerðum fjarnám 3 klst og staðnám 0 klst
Sveinn H. Oddsson

Skyndihjálp 1fjarnám 12 klst og staðnám 8 klst 7.nóvember
Pálmi Benediktsson
Guðni Valgeir Ólafsson

Þeir sem eru skráðir á námskeið skipuleggja svo saman vinnukvöld þar sem fólk getur unnið verkefnin í samvinnu  (t.d. fyrir eða eftir fundi eða önnur kvöld).

Enn eiga nokkrir eftir að skrá sig á hin ýmsu námskeið. Ef að einhverjum ástæðum illa gengur að skrá sig á námskeið í gegnum vef björgunarskólans, skoli.landsbjorg.is er hægt að hafa beint samband við skólann, 570 5900, eða hnippa í formanninn palmi@gerpir.com.

Svo viljum við minna á að endurmenntunarhelgin hér fyrir austan verður 12.-14.nóvember n.k. en þar gefst félögum kostur á að sækja sér endurmenntun í þeim fögum sem þeir þurfa og að fá stöðumat. Meira hér: http://www.landsbjorg.is/category.aspx?catID=554

21.09.2010 14:20

Bátafundur og vinnudagur á laugardaginn

Í kvöld mun bátaflokkurinn bera saman bækur sínar og fara yfir skipulag bátamála.  Flestir koma að bátamálunum með einhverjum hætti og eru því hvattir til að mæta.

Á laugardaginn næsta 25. september verður viðhaldsdagur í samvinnu við Alcoa líkt og við gerðum fyrir 2 árum síðan.
Stefnan er sett á að mála í kringum glugga á Björgunarsveitarhúsinu og einnig að mála Dósó að utan.  Ef að veðrið verður okkur ekki hliðhollt verða málingarverkefni innandyra, svo sem salurinn, og gluggar á hurðum og fl.  
Nýtum þetta góða tækifæri og leggjum öll hönd á plóg. 
Gott væri ef að fólk myndi skrá sig annaðhvort hér fyrir neðan í athugasemdir eða að hafa samband við Sigurbjörn í síma 843-7752

Tilkynning frá ALCOA Farðaál
Laugardagur 25. september kl. 13:00-17:00 - NESKAUPSTAÐUR
Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað. Vini okkar í björgunarsveitinni vantar hjálparhönd við málningu innan- og utanhúss (veðrið ræður), sem og að dytta að ýmsum hlutum við hús sveitarinnar. Gerum líf og aðbúnað björgunarfólksins betri, því þau bjarga lífum okkar og þeirra sem okkur þykir vænt um, allt árið um kring. Ábyrgðarmaður Sigurbjörn Gunnarsson, s. 843-7752

14.09.2010 15:44

Fundurinn í kvöld 14.09

Á fundinum í kvöld verður farið yfir tillögur af dagskrá haust og vetur.  Einnig verður farið yfir menntunarátak sem nú er í gangi á vegum Landsbjargar.  Gott væri að sem flestir gætu séð sér fært á að mæta og hafa skoðun starfinu sem framundan er.

10.09.2010 08:56

Menntunarátak

Kynning á menntunarátaki - video http://secure.emission.is/player/?r=c92e0fb9-c20d-433c-93b4-e73cefe65c60

Sameiginlegt verkefni þitt og Björgunarskólans

Sjálfboðaliðar björgunarsveitanna sinna sínu mikilvæga starfi til hliðar við hversdagslífið. Öll þurfum við að sinna vinnu eða skóla ásamt fjölskyldu og vinum og okkar skyldum í daglegu lífi. Á sama tíma aukast kröfur til okkar sem björgunarfólks og við sjálf verðum meðvitaðri um mikilvægi þekkingar og þess að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast hverju sinni á sviði leitar og björgunar. En tíminn er af skornum skammti og mikilvægt að nýta hann sem best. Á meðan Björgunarskólinn reynir að koma til móts við þörfur björgunarfólks um gæði þjálfunar og góða nýtingu á tíma sjálfboðaliðans er einnig mikilvægt að björgunarfólk hafi í huga einkunnarorð félagsins, forysta, fórnfýsi, fagmennska. Í þessum orðum felst ekki eingöngu loforð okkar um það að koma til hjálpar þegar á þarf að halda heldur líka loforð um að fórna tíma okkar í menntun og þjálfun til að auka fagmennskuna og vera í forystu í leit og björgun á Íslandi. Þegar allt kemur til alls þá ber hver og einn björgunarsveitarmaður ábyrgð á sér og sinni menntun. Sýndu ábyrgð og sæktu þér menntun.


 

 

 

Aðferðafræðin

Segja má að verið sé að umbylta menntun björgunarskólans eða öllu heldur því hvernig henni er komið til skila. Breytingarnar byggja á eftirfarandi 4 þáttum:

 

Sjálfsmat

Björgunarsveitafólk sem ekki hefur nýlega skráða grunnmenntun hjá skólanum geta farið inn á vef skólans og tekið sjálfsmat í flestum fögum Björgunarmanns 1. Niðurstaðan úr því getur verið ein af þremur: Þú kannt ekki efnið og þarft að fara á grunnnámskeið, þú hefur góðan grunn en ættir að sækja endurmenntun eða þú hefur staðgóða þekkingu á efninu og þú átt möguleika á að standast formlegt stöðumat í þínu fagi.


Stöðumat

Þeir sem hafa góða þekkingu á tilteknu fagi í björgunarmanni 1 geta tekið formlegt stöðupróf þar sem þeirra þekking er metin að verðleikum í viðtali við leiðbeinanda björgunarskólans. Fyrsta veturinn mun þetta stöðumat fara fram á endurmenntunarhelgum skólans um land allt. 

 

Endurmenntun

Þeir sem hafa góðan grunn og reynslu geta sótt endurmenntun sem jafngildir grunnnámskeiði og tekur á því mikilvægasta og nýjasta í hverju fagi. Veturinn 2010-2011 verður endurmenntunin kennd á endurmenntunarhelgum um allt land. Hér fyrir austan þá verður þetta haldið á Egilsstöðum 12.-14. nóvember.

 

Grunnmentun í fjarnámi og staðnámi

Björgunarmaður 1 og á endanum önnur námskeið Björgunarskólans verður færð í fjarnám að eins miklu leyti og hægt er. Þannig mun mest allur bóklegur hluti grunnnámskeiðanna færast í fjarnám sem nemendur geta tekið á nokkurra vikna tímabili. Þátttaka í fjarnáminu mun síðan stýra staðsetningu verklega hluta námskeiðanna þegar bóklega hlutanum er lokið.Ýmist efni tengt fjarnámi:

Um eMission kerfið
Um Moodle

Myndrænt - Endurmenntunarátak

Endurmenntunarhelgi - drög að dagskrá

Auglýsing - Taktu ábyrgð á þinni menntun

ppt kynning á menntunarátakinu

ppt kynning á stöðunni í menntunarátakinu, maí 2010 

PPT kynning: Nám í Björgunarskólanum


Frekari upplýsingar er að finna hér

 

Hæfnismat

Endurmenntun

 

Hér er dæmi um dagskrá endurmenntunarhelgar

 

Endurmenntun og stöðupróf eru keyrð samhliða á endurmenntunarhelgunum og ættu flestir að geta fundið réttan tíma fyrir sína endurmenntun

 

Grunnmenntun

Taka sjálfsmat

 

03.09.2010 15:56

Björgunarmaður 1

Björgunarmaður 1 í vetur

20. september n.k. hefst fjarnám í flestum greinum björgunarmanns 1. Skráning er hafin á http://skoli.landsbjorg.is/ . Sum námskeiðin eru alfarið haldin í fjarnámi en flest krefjast einhverrar verklegra æfinga. Allir sem ætla að taka sama námskeiðið á hverri önn sitja sama námskeiðið í fjarnámi og fá svo verklega hlutann til sín í staðnámi að fjarnámi loknu. Dæmi: Allir sem ætla að taka fyrstu hjálp 1 á haustönn skrá sig á Fyrstu hjálp 1 í fjarnámi fyrir 20. september. Fjarnámið tekur u.þ.b. 6 vikur þar sem björgunarsveitafólk alls staðar af landinu tekur þátt í náminu undir leiðsögn yfirleiðbeinandans í Fystu hjálp við tölvuna heima hjá sér eða í sameiningu í sínu björgunarsveitahúsi. Að 6 vikum liðnum hefst verkleg kennsla sem fer fram víða um landið í samráði við þátttakendur námskeiðsins. Vert er að taka fram að við skráningu á námskeiðið liggur fyrir hvaða dag verklegi hlutinn mun fara fram á hverju landsvæði (suðurland, vesturland/vestfirðir, norðurland, ausurland). Nánari staðsetning er síðan ákveðin með tilliti til staðsetningar þátttakenda. Eftir að verklegi hlutinn hefur verið keyrður í gegn á öllum stöðum fara þátttakendur inn á fjarnámsvefinn og taka stutta könnun til að staðfesta þekkingu sína og fá námskeiðið skráð í grunn skólans.

Við minnum einnig á sjálfsmat í fögum björgunarmanns 1 á http://bjorgunarskoli.landsbjorg.is/ (Notaðu sama lykilorð og gildir að innrasvæði og umræður á www.landsbjorg.is til að skrá þig inn).

Taktu þér smá tíma í að kynna þér nám björgunarskólans og menntunarátak á: http://www.landsbjorg.is/category.aspx?catID=146

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12