Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2010 Ágúst

20.08.2010 12:24

Menntunarmál

Björgunarskólinn að hefja störf

Nú fer starfsemi Björgunarskólans að hefjast. Stærstu námskeiðin eru komin á dagskrá ásamt endurmenntunarhelgunum og námskeið björgunarmanns 1 verða sett á dagskrá í næstu og þar næstu viku. Eins og flestir vita þá verða nokkrar breytingar á námsfyrirkomulagi skólans í vetur og hvetjum við alla til að kynna sér það á heimasíðu félagsins en í stuttu máli þá verður grunnnámið fært að hluta til í fjarnám og lögð aukin áhersla á endurmenntun og mat á þekkingu. Kennsla í fjarnámi í öllum fögum björgunarmanns 1 hefst 15. september. Kynnið ykkur málið frekar á www.landsbjorg.is nú og á komandi vikum.

..................................................................
Menntunarátakið - Sjálfsmat nú aðgengilegt á vefnum

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem starfar í björgunarsveit að framundan er menntunarátak Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Markmiðið er að tryggja grunnmenntun allra útkallsfélaga Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nú fer í gang fyrsti áfangi átaksins en opnað hefur verið fyrir sjálfsmat í grunnfögum björgunarmanns 1. Sjálfsmatið er aðgengilegt á vef félagsins ásamt ýmsum upplýsingum um menntunarátakið (beinn hlekkur í sjálfsmatið.) Sjálfsmatinu er ætlað að gefa hverjum og einum hugmynd um stöðu sína í hverju fagi fyrir sig og hvaða leið gæti hentað hverjum og einum.

Sjálfsmatið er þó aðeins fyrsta skrefið í menntunarátakinu því að næsti vetur verður hreinlega gegnsósa af þekkingu og menntun með fjarnámi, endurmenntunarhelgum, örfyrirlestrum, formlegu stöðumati og fleira spennandi. Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðum Björgunarskólans en tenglar á þær eru hér beggja vegna á forsíðu www.landsbjorg.is

Vert er að minna á að þetta er menntunarátak okkar allra sem störfum í björgunarsveitum. Án þátttakenda verður ekkert átak. Kynnið ykkur það efni sem er að finna á vefnum www.landsbjorg.is

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16