Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2010 Júní

30.06.2010 14:52

Gerpir í háledisgæslu

Þessa daganna er Björgunarsveitin Gerpir í hálendisgæslu á svæðinu í kringum Landmannalaugar.  Það er búið að vera rólegt að gera en við erum búin að fara víða.  Núna vorum við að koma úr jökulheimum og erum í Hrauneyjum að næra okkur.  Förum síðan í landmannalaugar aftur þar  sem búðirnar okkar eru.  Búið að vera ágætasta veður en það er víst eitthvað að fara að breytast þar sem spáir hvössu og rigningu. 
Þeir sem eru í hópnum eru: Hlynur, Daði, Auður, Ingólfur, Ellert, Helga, Jonni og Pálína.

PS. Myndir verða settar inn við fyrsta tækifæri.

04.06.2010 11:31

Vígsla á nýjum björgunarbáti.

Á morgun laugardag 5 júní  verður nýr björgunarbátur björgunarsveitarinnar Gerpis vígður við athöfn við björgunarsveitarhúsið kl 12:30. 
Nýji björgunarbáturinn er af gerðinni Atlantic 75 og kemur frá bresku sjóbjörgunarsamtökunum RNLI líkt og fyrirrennari hans, en hann nú kominn í góðar hendur suður á Djúpavog og er nú í eigu Bsv. Báru. 
Nýji báturinn er stærri og með annað botnlag og gefa prufusiglingar mjög góða raun og lofar báturinn góðu.
Nýji báturinn verður til sýnis og hægt verður að fara í siglingu með honum milli kl 14 og 15 sama dag.

Hér fyrir neðan má sjá bátaflota Gerpis um miðjan maí.
Talið frá vinstri: Nýr bátur Atlantic 75,  Glæsir Atlantic 21, Gamli Glæsir Humber og svo Skotta af Sodiak tegund.
Gamli Glæsir svokallaði, er fyrsti harðbotna bátur Gerpis og er hann frá Humber, og var hann keyptur nýr af Fjallasporti árið 1985 og er því orðinn 25 ára.  Glæsir Atlantic 21 bátur er árgerð 1978 og var keyptur af RNLI árið 1999 og sem fyrr sagði er hann nú kominn til Djúpavogs.

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12