Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2010 Maí

24.05.2010 18:48

Aðalfundur 25.maí kl 20Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 25.maí klukkan 20.
Hefðbundin dagskrá, nýjir félagar velkomnir.

Alvöru björgunarsveitarmenn láta Eurovision ekkert trufla sig ;-)

21.05.2010 13:11

Hafbjörg - LHG þyrluæfing.

Það er stefnan að vera með æfingu í fyrramálið 22.maí  með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar.  Planið er að taka nokkrar hífiæfingar úr Hafbjörginni.  Æfingin hefst um kl 11.  Þeir sem eru í áhöfn Hafbjargar og taka þátt í æfingunni eiga að mæta kl 10.15 inn í Hafbjörgu.  Áætlað er að æfingin verði búin um kl 12:30
Því miður erum við með Glæsi ósjóhæfan vegna vélaskipta og uppsetninga á siglingatækjum þannig að hann tekur ekki þátt í æfingunni.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í æfingunni meldi sig til Daða s: 665 6062.

Ef að plön breytast verða settar inn upplýsingar hér á síðuna.

15.05.2010 22:43

Gerpir - til hamingju með nýjan bát

Báturinn okkar kom í hús í gærkveldi og var strax hafist handa við að skipta um vélar.  Báðir bátarnir eru í húsi hjá okkur og eru kaupendur af Glæsi, SVD Bára Djúpavogi, byrjaðir á vinnu í honum við að setja á vélar og tengja. 
Það eru komnar inn nýjar myndir í myndaalbúmið.


11.05.2010 14:37

Bátamál og aðalfundur

Aðalfundur Gerpis verður haldinn 25.maí að Nesi í Norðfirði.

Fundurinn í kvöld 11. maí mun snúast um nýjan Atlantic 75 bát sem situr enn á hafnarbakkanum á Reyðarfirði og bíður tollafgreiðslu. Við munum fara yfir þau verk sem þarf að vinna í bátnum til að koma honum á sjó og skipta þeim á okkur.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/09/fleiri_bjorgunarbatar_til_austfirdinga/

07.05.2010 12:19

Fréttir

Námskeiðið í fyrstu hjálp sem var um síðustu helgi tókst mjög vel og þáttakendur ánægðir með það.  Þáttaka var ekki nógu góð frá okkur og hefði mátt vera meiri. 

Atlantic 75 báturinn kemur á Reyðarfjörð á sunnudaginn og ætlum við að reyna að ná í hann þá og koma honum í hús hjá okkur.  Það verður farið fljótlega í það að vinna í honum og skipta um vélar og fl.

Aðalfundur unglingadeildarinnar var haldinn sl miðvikudagskvöld og var mæting mjög góða eða um 30 púkar.  Ný stjórn var kjörin, Sveinn Gunnar formaður, Guðjón Björn varaformaður, Oddný ritari og Guðbjartur og Katrín meðstjórnendur.

Hafbjörgin er núna í slipp á Seyðisfirði og verður vinnu í henni vonandi lokið á laugardag og verður þá silgt heim. Það verður ferð á Seyðisfjörð á laugardag þannig að ef einhver hefur áhuga á að koma í siglingu þá er hægt að hafa samband við Daða s. 665 6062.
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12