Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2010 Apríl

26.04.2010 17:05

Fyrsta hjálp 2 og jeppaferðNámskeiðið Fyrsta hjálp 2 verður haldið hjá okkur um helgina 30.4 - 2.5.

Það er mjög æskilegtallir björgunarveitarmenn hafi tekið þetta námskeið.

Einnig er æskilegt að þeir sem ætla að taka þátt í hálendisgæslu sæki þetta námskeið.

Skráning og upplýsingar á vef björgunarskólans eða hjá Svenna, s. 862-3538


Jeppatúr
Einnig er hugmyndin að fara í Jeppatúr í Snæfell um helgina ef næg þáttaka fæst.  Planið er að fara á föstudagskvöldi og gista 1 nótt í Snæfelli og koma heim á laugardagskvöldinu.  Nánari upplýsingar gefur Eiríkur, sími 895 1847.

23.04.2010 08:44

Gosvakt við Eyjafjallajökul helgina 23-25 apríl

Björgunarsveittinni hefur borist beiðni hvort að félagar hafi kost á því að taka vaktir við Eyjafjallajökul núna um helgina þe 23-25 apríl.  Það þarf lágmark 3 í einum bíl. Svara þarf í dag fyrir kl 1600. Hafið samband við Svenna 862 3538 eða þið hafið áhuga.

22.04.2010 20:51

Mistök í SMS

ATH að þetta SMS skilaboð sem kom núna i kvöld fimmtudaginn 22 apríl, eru mistök.  Það var beðið um að senda þetta SMS á síðastliðin þriðjudag til að auglýsa vinnukvöldið þá um kvöldið.  En vegna bilunnar í kerfinu hjá Landsbjörgu fór það aldrei úr kerfinu fyrr en nú.  Svona er það nú.

Gleðilegt sumaremoticon .

20.04.2010 13:56

Þriðjudaginn 20 apríl

Munm við kíkja í dekkaj hauginn hjá Hlyn og Eirík og finna dekk sem við munum nota í fjöruna.  Einnig verður eitthvað unnið í Glæsi.  Sem sagt mæting í vinnufötunum.emoticon

18.04.2010 08:33

Fréttir

Það sem er að frétta af bátamálum er það að báturinn ætti nú að vera kominn til Immingham í Bretlandi og vera tilbúinn til flutning þaðan.  Næsta ferð samskips frá Immingham til Reyðarfjarðar er hinsvegar ekki fyrr en 4 mai n.k. samkvæmt áætlun ætti hann þá að koma til Reyðarfjarðar þann 7 mai.
Þegar báturinn kemur verður farið fljótt í það að skipta um vélar, tengja siglinga- og fjarskiptatæki og gera bátinn klárann.
Björgunarsveitin Gerpir hefur fengið myndarlega styrki í þetta verkefni frá SÚN og SVN.  Þessir styrkir skipta sköpum fyrir verkefni sem þetta og gerir það að verkum báturinn og áhöfn eru vel útbúin.
Mynd af Glæsi frá sjómannadeginum 2009, myndina tók Hilmar Ásbjörnsson. Áhöfn: Ingvar, Snorri, Barði og Auður

Annað er það að frétta að varaformaðurinn Stefán er á formannafundi fyrir sunnan og verður örugglega eitthvað að frétta af því næstkomandi þrijudag.

Gott í bili
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12