Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2009 September

25.09.2009 16:08

Útkall F2-gulur, vélarvana bátur

Í dag kom útkall á björgunarskipið þar sem línubátur hafði fengið í skrúfuna á Flóanum og var að reka upp í fjöru. Áhöfn á Glæsi var mætt í hús og tilbúin til að fara en annar bátur náði að koma taug á milli og draga bátinn til hafnar. Útkallið var því afturkallað áður en við fórum af stað.

22.09.2009 13:18

Fundurinn 22 sept

Í kvöld var fyrirhugað að hafa upprifjun í skyndihjálp.  Því er frestað þangað til 20. okt.  Í staðinn ætlum við ma að prófa sigbúnað fyrir leitarhundanna okkar og jafnvel stilla upp fyrir fjallabjörgun, ef tími leyfir.  Þetta ætlum við að gera við klifurvegginn í salnum.

11.09.2009 09:45

Flugslysaæfingin Egilsstaðir 2009

Vildi benda ykkur á þetta: Flugslysaáætlun Egilsstaðaflugvallar en við erum hluti af henni. Þar má sjá okkar hlutverk á laugardaginn.
Í kvöld verður áhugaverður fyrirlestur um bráðaflokkun. Hér er dagskrá æfingarinnar:

06.09.2009 21:50

Flugslysaæfing Egilsstaðaflugvelli

Næstkomandi laugardag 12.sept. verður haldin flugslysaæfing á Egilsstaðaflugvelli.  Fimmtudags- og föstudagskvöld, 10. og 11. sept verða upplýsingafundir, fyrirlestrar og verklegar æfingar t.d. í bráðaflokkun.Við ætlum auðvitað að fjölmenna þarna uppeftir, skráning í athugasemdakerfið og á fundinum á þriðjudagskvöld.


  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12