Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2009 Júlí

28.07.2009 21:07

Bíó !Föstudagskvöldið 31. júlí kl. 20:00 verður forsýning á heimildarkvikmyndinni BARÐSNES í húsnæði Björgunarsveitarinnar Gerpis að Nesgötu 4 í Neskaupstað.

BARÐSNES er kvikmynd eftir þá Kristin Pétursson og Jón Knút Ásmundsson og fjallar um Barðsenshlaupið og stofnanda þess, Ingólf Sveinsson, hlauparana og náttúru Norðfjarðarflóans.

Kvikmyndin tekur tæplega eina klst. í sýningu, allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

28.07.2009 08:58

Fundur í kvöld, Neistaflugsgæsla

Í kvöld, þriðjudaginn 28.júlí verður raðað niður á vaktir á Neistaflugi.Vaktir eru eins og áður fös. lau og sun.kvöld  22:00 - 00:00 og aðfararnætur lau. sun. og mán. 00:00 - 06:00.

Einnig þarf mannskap í siglingar í kringum Barðsneshlaup, til að halda brennuna á sunnudagskvöldið og í flugeldasýningu.

Fjölmennum í kvöld og klárum dæmið.

06.07.2009 23:43

Gerpir í Hálendisgæslu

Gerpir er nú í hálendisgæslu á svæðinu Norðan Vatnajökuls en það nær frá Kárahnjúkum í austri að Kistufelli í vestri og Norður í Möðrudal og Sænautasel.  Tilgangurinn er að kanna helstu vöð og skála og leiðbeina feðamönnum sem ferðast um hálendið á allskonar farartækjum eða fótgangandi.
Myndin hér fyrir neðan er tekinn núna um helgina fyrir framan Drekagil en þar hefur björgunarsveitin aðsetur á meðan að hálendisgæslu stendur.

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12