Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2009 Júní

23.06.2009 21:57

HvannadalshnúkurFimmtudaginn 18.júní kl 04:00 lögðu 4 félagar sveitarinnar ásamt aukamanni úr Reykjavík á Hvannadalshnúk, Sandfellsleið.  Hrepptu þeir gott veður, gott færi og gott skyggni og voru að vonum hæstánægðir með ferðina.  Ferðin tók í heild um 14 tíma og voru menn komnir niður aftur um kl 18

09.06.2009 13:18

Námskeið

Sálrænn stuðningur - framhald

Haldið þriðjudaginn 9.6. 2009 kl. 20:00 í  björgunarsveitarhúsinu.

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja rifja upp eða öðlast færni og þekkingu í sálrænum stuðningi. Námskeiðið er haldið fyrir meðlimi björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað. Leiðbeinandi er Þórhalla Ágústsdóttir.

Námskeiðið er framhald námskeiðs sem haldið var 31.3 s.l. sjá nánar hér.04.06.2009 22:25

Sjómannadagshelgin 2009

Þónokkur undirbúningur hefur verið hjá Gerpis mönnum og konum fyrir Sjómannadagshelgina enda í þónokkru að snúast og sumir farnir að munda pönnukökupönnunnurnar fyrir kaffisöluna á Sunnudaginn.

Þau verkefni sem snúa að Björgunarsveitinni eru :

Aðfaranótt laugardags:Gæsla á Hafnarsvæði

Laugardagur:  Gæsla við Dorgveiðikeppni
                     Gera kappróðararbáta klára og stilla upp vegalengdum fyrir kappróður
                     Sigling með yngri kynslóðina á Glæsi
                     Draga kappróðrarbáta
    
Aðfaranótt sunnudags: Gæsla á Hafnarsvæði

Sunnudagur:  Hópsigling á bátum (Glæsir, Skotta og Hafbjörg)
                    Kaffisala Björgunarsveitarinnar (klifurveggur og fl)


Vel hefur gengið að smala inn kökum fyrir kaffisöluna og fá bakararnir bestu þakkir fyrir það.  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12