Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2009 Apríl

24.04.2009 15:11

Undirbúningsfundur fyrir Hvannadalshnjúk

Næsta mánudag (27.apríl) kl. 20:00 verður undirbúningsfundur fyrir Hvannadalshnjúksferð. Skyldumæting hjá Hnjúksförum.
Förum yfir ferðatilhögun og búnað. Rifjum upp helstu atriði í jöklaferðalögum.


14.04.2009 22:14

Samæfing í Stafdal

Jæja kappar, nú er loks að koma að því sem allir hafa beðið svo lengi eftir.  Samæfingin björgunarsveita á Austurlandi verður haldin í Stafdal núna um helgina eða á laugadaginn 18 apríl næstkomandi.  

Dagskrá Björgunarsveitarinnar Gerpis er eftirfarandi: 
 • Á föstudagskvöld 17 apríl kl 20 er undirbúningskvöld þar sem farið verður yfir þann búnað sem á að taka með og allt gert klárt.
 • Laugardagur 18 apríl kl 0700 er áætluð brottför frá björgunarsveitarhúsinu.  Sjálf æfingin hefst um kl 9 og er áætlað að hún standi til kl 14 sama dag.  
 • Eftir æfinguna verður líklega stuttur rýnifundur þar sem farið verður í gegnum það hvað hefði betur mátt fara og hvað var vel gert og svo framvegis.  
 • Sturta og sund á eftir til að skola af sér eftir erfiði dagsins. 
 • Svo þegar allir eru komnir í betri fötin er árshátíð Björgunarsveita á Austurlandi í Herðubreið.  Húsið opnar kl 19 og borðhald hefst kl 20.  
 • Síðan verður skrýlnum ekið heim þegar gamanið tekur enda.

Ath að það þarf að taka með sér nesti til að eiga yfir daginn.

14.04.2009 19:58

Aðalfundur

Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Gerpir Norðfirði verður haldinn þann 28 apríl nk. 

Fundurinn hefst kl 20 og verður haldinn björgunarsveitarhúsinu Nesi.  Dagskrá fundarins verður með hefðbundnu sniði en nánari dagskrá verður auglýst innan skamms.

Stjórn Bsv. Gerpis

12.04.2009 23:05

Gönguskíðaferð

Laugardaginn 4.apríl gengu nokkrir félagar og velunnarar sveitarinnar á gönguskíðum úr Oddsdal yfir Op og Miðstykki til Viðfjarðar. Fádæma veðurblíða og ágætis skíðafæri var og sóttist ferðin vel þótt menn færu nú eitthvað mishratt yfir.


06.04.2009 15:34

Fundur 7.4.2009

Á fundi n.k. þriðjudagskvöld verður á dagskránni:
 • Gæsla í Oddskarði yfir Páskafjörsdagana
 • Flugeldasýning í Oddsskarði
 • Skipulag æfingar í Stafdal 18. apríl n.k.
 • Skipulagsfundur fyrir Hnjúkfara
 • Hálendisverkefnið 2009
Láttu sjá þig!

01.04.2009 11:47

Útkall 30.03.2009

KONA Í BARNSNAUÐ Á FJÖLLUM

30. mars 2009
Björgunarsveitirnar Gerpir frá Neskaupsstað og Brimrún frá Eskifirði voru kallaðar út um klukkan 4:30 í nótt vegna konu sem sat föst í bíl á  Oddskarði, Eskifjarðarmegin, en hún var á leið á sjúkrahús til að fæða barn. 

Sendur var björgunarsveitabíll frá Eskifirði með lækni og var hann kominn að bíl konunnar um klukkustund síðar og var ekið með hana áleiðis til Neskaupsstaðar. Við Háhlíðarhorn mætti björgunarsveitin Gerpir þeim með tvo björgunarsveitabíla, sem í voru læknir og ljósmóðir, snjóplóg og snjótroðara frá skíðasvæðinu á Neskaupsstað. Færð var afar slæm og var snjótroðarinn nýttur til að troða svæði í kringum veginn þannig að hægt væri að snúa bílunum við. Snjóplógurinn sat fastur og þurfti að nýta troðarann til að losa hann.  Veður var afleitt en vindhraði var um 48 m/sek og allar aðstæður mjög erfiðar. 

Í Oddskarðsgöngum var konan færð yfir í bíl frá Gerpi og ekið með hana á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað þangað sem hún var komin klukkan 7:15 í morgun. Var þá afar stutt milli hríða. Lítil stúlka fæddist svo klukkan 8:15 í morgun og heilsast þeim mæðgum vel. 

Eftir að fyrri björgunarsveitabíllinn fór af stað með konuna til byggða tók við tómt basl hjá Gerpismönnum en jeppinn affelgaðist. Þar sem veðrið var kolvitlaust var ákveðið að senda fyrri bílinn aftur á Oddskarðið með varadekk í stað þess að freista þess að koma dekkinu á felguna aftur. Er því verki nýlega lokið og hefur gengið á ýmsu, m.a. hefur jeppinn fokið af tjakknum tvívegis. Að lokum var snjótroðarinn notaður til að skýla jeppanum og halda honum föstum með spilinu á meðan skipt var um dekkið. Björgunarsveitin er þegar þetta er skrifað á leið til byggða.

Fréttin er af www.landsbjorg.is
 • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12