Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2009 Mars

30.03.2009 12:09

Námskeið: Sálrænn stuðningur I

Sálrænn stuðningur I

Haldið þriðjudaginn 31.3. 2009 kl. 20:00 í  björgunarsveitarhúsinu.

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja rifja upp eða öðlast færni og þekkingu í sálrænum stuðningi. Námskeiðið er haldið fyrir meðlimi björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað. Leiðbeinandi er Þórhalla Ágústsdóttir.

Lengd námskeiðs

Námskeiðið er 3 kennslustundir

Markmið námskeiðsins

Að þátttakendur kynnist gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum.

Viðfangsefni

Hvað er áfall?
Áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn
Sálræn skyndihjálp
Sjálfsrýni - hvað get ég gert?
Stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks
Munur á alvarlegum atvikum og glímunni við lífið
Mismunandi tegundir áfalla
Áhrif streitu á einstaklinginn
Sorg og sorgarferlið

Félagastuðningur

Viðrun

Fræðsluefni

Sálræn skyndihjálp. Útgefandi: Rauði kross Íslands.

Inntökuskilyrði

Þátttakendur séu 16 ára eða eldri.

Námsmat

Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Hvorki skriflegt né verklegt próf.

Viðurkenning

Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.


Hvetjum alla til að mæta.
Skráning hjá Pálma í síma 846-7762 eða palmi@gerpir.com

17.03.2009 13:57

Tækjaflokkur 17.3.2009

Tækjakvöld í kveld.  Stefnt er á netta æfingu, keyrsla, GPS, fjarskipti og fleira. Mæting kl. 20.

Hilsen


03.03.2009 21:54

Fundurinn 3.3.2009

Almennur félagsfundur. 
Ýmsir brandarar sagðir, misgóðir.  Byrjað að skrá á samæfinguna sem verður í Stafdal þann 18. april nk.
Ákveðin dagsetning fyrir göngu á Hvannadalshnjúk.  Það er stefnt að því að fara 9 mai sem er laugardagur.  Ef að einhverjir vilja slást í hópinn þá endilega að hafa samband við þann örvhenta eða þann sköllótta emoticon
Tekið til í persónubúnaði og búnaðargeymslu.

Hunda/snjóflóðaræfing um helgina laugardag og sunnudag.
Mæting í hús kl 9:03 báða daganna.  Á föstudaginn um kl 17 verður farið upp á skarð og mokaðar holur fyrir æfinguna.

Þeir sem mættu:
Ingvar Stefán, Stebbi, Daði, Svenni, Pálmi, Raggi, Óli, Skúli, Bjarki, Jónína, Birkir, Jonni, Kristinn, Friðrik, Snorri og Halli.


03.03.2009 17:26

Kveldið í kveld 3. mars 2009

Á fundinum í kvöld verður farið yfir dagskránna framundan þ.e. þau námskeið og æfingar sem verða á næstunni.  Það styttist í snjóflóðaúttekt hjá hundateyminu okkar og eru æfingar og undirbúningur á fullu hjá þeim.  M.a. verður æfing um helgina bæði laugardag og sunnudag og er öllum meira en velkomið að taka þátt og hjálpa til.  Eitthvað er að gerst í gallamálum og er að styttast í að menn fái gallana sína.  Gönguklúbburinn örvhentur leiðir sköllóttann fór í göngu sl sunnudag í alveg hreint æðislegu veðri.  Hérna eru myndir frá því.




  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16