Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2009 Febrúar

24.02.2009 13:48

Fundur 24.2.2009

Á fundinum í kvöld verður m.a. farið í klifurvegginn og brasað í salnum. Allir velkomnir.

17.02.2009 17:56

17.2 - Á fundinum í kvöld

er ætlunin að fara í snjóakkerisprófanir á Skarðinu í samvinnu við Oddskarðskónginn sjálfan. Verkefni fundarins fara þó eftir mætingu.
Mæting í hús kl. 20.

13.02.2009 11:21

SNJÓFLÓÐALEIT - UPPRIFJUN

Vegna forfalla leiðbeinanda féll námskeiðið "Snjóflóðaleit" sem halda átti á Norðfirði um helgina niður, en skráðir voru á námskeiðið félagar frá björgunarsveitunum Ársól, Gerpi og Héraði.

Vegna góðrar þáttöku var ákveðið að halda "upprifjunarnámskeið" í stað þess að fella námskeiðið niður og verður það haldið á sama tíma og fyrra námskeið og hefst það í kvöld kl. 20 og verður æfing á Oddskarði á morgun, laugardag.

Öllum sem skráðir voru á fyrra námskeið er að sjálfsögðu boðin þáttaka í þessu námskeiði, en skráning er ekki nauðsynleg. Þó er gott ef þið getið látið vita á palmi@gerpir.com eða í athugasemdir hér að neðan. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir:

Snjóflóðafræði og tegundir snjóflóða
Snjóflóðaleit og leit með hundum
Leit með snjóflóðaýlum og stangaleit

Leiðbeinendur verða Tómas Zöega, Stefán Karl Guðjónsson og Pálmi Benediktsson.

Ef þið hafið fyrirspurnir, ábendingar eða tillögur getið þið haft samband við Pálma í ofangreint netfang eða í síma 846-7762.

10.02.2009 22:00

Almennur félagsfundur 10.2

Farið yfir starfið framundan. Það helsta er:
  • 112 dagurinn á morgun. Nesskóla verður boðið í heimsókn í björgunarsveitarhúsið þar sem helstu viðbragðsaðilar verða, sjúkraflutningamenn, slökkvilið, lögregla og að sjálfsögðu Gerpir
  • Námskeið í snjóflóðaleit verður núna um helgina. Núna eru 11 skráðir frá Gerpi en einnig er von á björgunarsveitarmönnum úr öðrum sveitum.
  • Unglingadeildin fer í Berufjörð núna um helgina í heilmikið prógram á vegum unglingadeildar Ársólar á Reyðarfirði. Takk fyrir það!
  • Vorfundur björgunarsveita á Austurlandi verður haldinn á Breiðdalsvík 13-14 mars nk. Allir félagar velkomnir.
  • Samæfing björgunarsveita á Austurlandi verður haldin 18.apríl n.k. í Stafdal á Seyðisfirði, stefnt er að árshátíð um kvöldið.
  • Einnig var rætt um komandi Landsþing 15-16 maí.
Mættir:
Þórður
Geir
Sveinn
Daði
Sigurbjörn
Andri
Óli
Martin
Pálmi
Halli M
Hlynur
Einar A
Stebbi K
Sævar M
Kristinn A
Snorri G

10.02.2009 13:53

SNJÓFLÓÐALEIT NK. HELGI

Næstkomandi helgi verður haldið námskeið í snjóflóðaleit á Norðfirði. Námskeiðið hefst 13.febrúar kl. 20:00 í húsi björgunarsveitarinnar og áætluð námskeiðslok eru kl. 17:30 laugardaginn 14.febrúar. Gert er ráð fyrir bóklegum tímum 3-4klst. og verklegum 5-8klst. Námskeiðið er hluti af björgunarmanni 1.
Skráning á námskeiðið er á vef björgunarskólans eða hjá Sveini: 862-3538 eða svenni@gerpir.com.

Við hvetjum alla sem áhuga hafa til að skrá sig sem fyrst, því að ekki þarf að ítreka nauðsyn þess að góð kunnátta á þessu sviði sé fyrir hendi á okkar svæði.


04.02.2009 08:08

Ótitlað

Fundurinn 3 feb.´09
Rætt var um 112 daginn í næstu viku og er planið að viðbragsaðilar verði með uppstillingu í húsinu hjá okkur og þangað verður boðið krökkum úr Nesskóla til að skoða og fl.  Þeir sem sá sér kost á að mæta fyri hádegi hafi samband við Hlyn.  Snjóflóðanámskeið verður um þarnæstu helgi, fostudag og laugardag.  Og að sjálfsögðu mæta allir sem geta.  Tókum til í tækjasal og á verkstæði.

Þeir sem mættu:
Hlynur
Stebbi Kalli
Kristinn
Raggi
Ingvar Stefán
Daði
Þorvaldur
Þorgeir Jóns


Mynd úr myndasafni

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16