Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2008 September

19.09.2008 13:56

Burðardýr

Í gærkvöldi fóru 4 vaskir sveinar ásamt 4 vöskum hundum í stikuburð upp í Bakkagil fyrir snjómælingamenn Veðurstofunnar. Þrátt fyrir bratta og ófærur þá komum við stikunum langleiðina upp en þurftum frá að hverfa vegna myrkurs áður en fullri hæð var náð.


14.09.2008 15:06

Dagskráin framundan

Hér fyrir neðan má sjá þá dagskrárliði sem hafa verið dagsettir, en það er margt fleira sem framundan hjá okkur sem verður dagsett seinna. Það verður m.a. sett inn á Google dagatalið hér til vinstri.
Varðandi upplýsingar um einstaka dagskrárliði er hægt að hafa samband við stjórnarmeðlimi eða við björgunarskólann beint vegna námskeiða.
Upplýsingar um námskeið - smelltu hér.

September
20. Viðhaldsdagur í húsunum okkar
26.-28. Harðbotna slöngubátar námskeið á Reyðarfirði
30. KYNNINGARFUNDUR FYRIR NÝLIÐA OG AÐRA ÁHUGASAMA
Október
3.-5. Rústabjörgunaræfing í Grindavík - Austurland Rústabjörgun
10.-12. Fjallabjörgun 1 - námskeið á Egilsstöðum
17.-18. Rötun námskeið í Neskaupstað
17.-19. Áhafnir björgunarskipa námskeið í Neskaupstað
24.-26. Ráðstefnan Björgun, Reykjavík
Nóvember
7.-9. Fjallabjörgun 1 - námskeið í Neskaupstað
Febrúar
13.-14. Snjóflóðaleit námskeið í Neskaupstað
26. Tetra námskeið á Egilsstöðum
27.-1.3 Fyrsta hjálp námskeið á Egilsstöðum
Mars
14.-15. Tetra framhaldsnámskeið í Neskaupstað

09.09.2008 21:39

Óvenjuleg aðgerð

Í gærkvöldi fóru nokkrir vaskir fjallabjörgunarmenn á Seyðisfjörð að ná rollum úr sjálfheldu efst í Salteyrardal, ofan Hánefsstaða. Þurfti að síga stutt niður að fénu sem var fast á syllu undir klettabrúninni. Þeir sem fóru voru Andri Fannar, Ingvar Stefán, Pálmi og Snorri Gunn.
Gekk verkefnið vel í samvinnu við þá bræður Vilhjálm og Jóhann frá Hánefsstöðum.
Meðfylgjandi eru myndir frá björguninni

 
02.09.2008 16:36

Fundur og fjallganga

Í kvöld verður gengið á einhvern hól í fjallahringnum. Mæting kl. 19. Klæðnaður eftir veðri.

Fundur verður eftir sem áður kl. 20 fyrir þá sem týndu gönguskónum.

Kveðja,
Formaður
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12