Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2008 Júlí

29.07.2008 12:37

Verslunarmannahelgin

Þá er komið að verslunarmannahelginni hjá okkur og höfum við nóg að gera þessa helgi eins og undanfarin ár. Helstu verkefnin verða þau sömu og áður:
    - Almenn gæsla
    - Flutningur Barðsneshlaupara og gæsla á meðan hlaupi stendur
    - Varðeldur og gæsla í kring um hann
    - Flugeldasýning

Í kvöld er undirbúningsfundur fyrir helgina og eru allir hvattir til að mæta.

Með kveðju,

Formaður

23.07.2008 12:41

Hálendinsvakt Gerpis

Nóg hefur verið að gera hjá okkur í hálendisvaktinni, aðstoða bíla yfir ár, fylgjast með vöðum, draga upp fasta bíla og fleira í þessum dúr. Fórum í gær eftir vægast sagt fáförnum slóða niður í Réttarkot/torfu en dagurinn í dag fer líklega að mestu leyti í kerruviðgerðir og eftirlit með vöðunum hér við Nýadal.

Svo er búið að hleypa gjaldkeranum á bak fjórhjóli til að liðka til fyrir frekara fjármagni í þann málaflokk.

 

Kveðjur af Sprengisandi.

22.07.2008 09:48

Gerpir á hálendinu - Sprengisandur

Vösk sveit sérvalinna björgunarsveitarmanna frá Gerpi er nú að störfum á Sprengisandi.
Ýmis verkefni hafa borið á góma. Skálar hafa verið heimsóttir, vöð könnuð ásamt því sem fastir bílar hafa verið dregnir upp úr ám, sandi og ýmsum aðstæðum.
Skipt var um hluta mannskapsins í gær í Laugafelli þar sem notalegt að bregða sér í bað.

Netsamband í gegnum gsm kerfi Símans er ágætt hérna í skálanum og nýfenginn "pungur" sveitarinnar virkar vel hér inn á miðju landsins.

08.07.2008 16:36

Fundur 8.7.2008

Í kvöld vinnum við hörðum höndum að því að gera klárt fyrir hálendisgæsluverkefnið, en björgunarsveitin Gerpir mun vera á Sprengisandi og nágrenni dagana 18.-25.júlí nk.
Af þeim sökum fellur bátakvöld niður, nema einhverjir mæti sem vilja láta ljós sitt skína.

Með kveðju,
Formaður
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12