Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2008 Júní

24.06.2008 16:44

Fundur 24.6.2008

Sæl verið þið

Í kvöld leggjum við línurnar fyrir hálendisgæsluna. Mikilvægt að þeir sem ætla að taka þátt í henni mæti. Það má líka geta þess að allir gildir limir mega taka þátt í henni.
Væntanlega verður farið á 1 bíl og fjórhjólunum.

Annað mál á dagskrá er komandi fjölskylduhúllumhæ hjá Alcoa, 19.júlí n.k.
Þar munu björgunarsveitir á Austurlandi aðstoða við hin ýmsu verk og sjá um einhverjar uppákomur.

Eftir fund verður væntanlega eitthvað brasast í bátum og hjólum eftir föngum.

Sjáumst hress

Stjórnin

16.06.2008 21:44

Nánar um tilhögun fjölskyldudags

Fjölskyldudagurinn verður haldin gríðarlega hátíðlegur meðfram afmæli lýðveldsins á morgun 17. júní. Sú breyting verður á þetta árið að við höldum þetta í höfuðstöðvum björgunarsveitarinnar en þar er ætlunin að grilla og koma upp borðum niðrí sal og bjóða viðstöddum í klifurvegginn og kassaklifur og fleira til dundurs. Mæting er klukkan þrjú og verður tilbúið heitt grill ásamt borðbúnaði og drykkjum en reiknað er með því að fólk komi sjálft með mat (pylsur, kjöt, fisk eða hvað sem menn vilja).
Mætum öll og höfum það gaman saman!!

Kv Stjórnin.

16.06.2008 16:39

Fjölskyldudagurinn

Þriðjudaginn 17.júní verður fjölskyldudagur björgunarsveitarinnar.
Ætlunin er að leggja af stað um hádegisbil, en nánari upplýsingar verða settar hér inn á síðuna seinna í dag

Gestur á fjölskyldudegi Gerpis 2006

09.06.2008 20:53

Fundur 10.júní 2008

Á fundinum n.k. þriðjudag 10.júní verða kynnt áform um nýtt húsnæði fyrir dósó og flugeldasölu. Allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Einnig ræðum við fjölskyldudaginn sem verður 17.júní (eftir viku!) og nýafstaðna Færeyjaferð sem hefur verið lýst hér á vefnum. Aldrei að vita nema Færeyjafarar haldi smá myndasýningu fyrir okkur.

Stjórn

09.06.2008 11:41

15 mílur í Hornið

Rúmur klukkutími til Norðfjarðhafnar.


09.06.2008 08:28

Komnir aftur á íslenskt hafsvæði

Staðsetning Hafbjargar kl 6 í morgun.


08.06.2008 22:55

Nýjustu Hafbjargarfréttir

Þeir eru komnir eitthvað áleiðis félagarnir. Komnir ca 80 mílur frá Færeyjum kl. 21:09 í kvöld og  áttu þá eftir um það bil 190 mílur.

Svona lítur þetta út á  loftmynd:
 

08.06.2008 14:08

Hafbjörg heldur heim á leið

Áhöfnin á Hafbjörgu tók þátt í björgunaræfingu í gær, laugardag í Þórshöfn í Færeyjum. Æfð voru viðbrögð við bruna í farþegaskipi og var helsta hlutverk okkar manna að ferja björgunarlið og fórnarlömb til og frá "ferjunni".  Þetta gekk allt að óskum eftir því sem fréttaritara leiðangursins skilst og hafa menn eflaust haft af þessu gagn og gaman.

Nú í dag um klukkan hálf-tvö eftir hádegi bárust svo fréttaritaranum þau skilaboð að þeir væru lagðir af stað frá Þórshöfn og um kl. tvö voru þeir við myni Kollafjarðar. Leiðin liggur í gegnum örmjótt sund sem kallað er Sundin.

Í kvöld stefnir fréttaritarinn svo á að koma með nýjustu staðsetningu og svo aftur í fyrramálið. Siglingin út tók rétt um sólarhring og miðað við það getum við búist við að sjá Hafbjörgina á Norðfirðinum uppúr hádegi á morgun.

06.06.2008 10:15

Hafbjörg komin í (Þórs) höfn.

Hafbjörg kom til hafnar í Þórshöfn í Færeyjum um 9 leytið í morgun. Fréttaritari leiðangursins náði tali af Daða nú á ellefta tímanum og var hljóðið gott í kappanum. Veðrið var gott á leiðinni og alveg spegilsléttur sjór þegar þeir fóru að nálgast Færeyjar.

Þeir voru að sækja sér bílaleigubíla og ætla þeir að nota daginn í dag til að ferðast aðeins um í nágrenninu. Á morgun, laugardag er svo björgunar- æfing / sýning. 

Það má reyna að koma auga á þá félagana (og skipið) á vefmyndavélum.

Viðbót:
Það var að koma mynd inn á landsbjorg.is sem virðist sanna það að þeir hafi komist á réttan stað.


06.06.2008 08:28

Rétt að komast á leiðarenda

Svona var staðan á þeim félögum kl. 8:20 í morgun. Eiga stutt eftir til Þórshafnar.


05.06.2008 23:24

Nýjasta staðsetning Hafbjargar

Svona leit þetta út nú síðla kvöld. Síðasta staðsetning frá Hafbjörgu er frá 21:10, björgunarskipið Ingibjörg frá Hornafirði er einnig komin af stað og er einnig á leið til Færeyja.


05.06.2008 16:02

Hetjur hafsins á fullri siglingu

Núna klukkan 15:30 var Hafbjörg stödd á þeim stað sem sjá má á þessari mynd.Þá voru 80 sjómílur búnar og 196 eftir.

05.06.2008 11:59

Hafbjörg til Færeyja

Nú er Hafbjörgin á leið til Færeyja þar sem fram mun fara um helgina þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins (sjá frétt á landsbjorg.is).

Lagt var úr höfn um 8:30 í morgun og nú rétt fyrir hádegi var staðsetningin sú sem sést á myndinni:Svo er hér mynd af köppunum þegar þeir voru að leggja í hann í morgun.


  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16