Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2008 Maí

20.05.2008 11:09

Sjómannadagur

í kvöld verður farið yfir dagskrá sjómannadagsins og þau skemmtilegu verkefni sem við erum með á okkar könnu yfir helgina. 
Það er m.a. ná í kappróðrarbáta og koma þeim úteftir, aðstoða við kappróður, björgunaræfing þar sem formaðurinn verður dreginn í björgunastólnum.  Og svo er það nátturlega kaffisalan okkar sem er á sunnudeginum.  Mætum öll og sýnum samstöðu.

Stjórnin

15.05.2008 17:04

Útkall Gulur

14 mai KL 06.34  Barst útkall frá  Vaktstöð  Siglinga.  Eftirgrennslan eftir bát sem dottið hafði úr sjálfvirku skyldunni um 2 tímum áður hafði ekki borið árangur, hann ekki svarað síma eða talstöð.  Báturinn var á leið út Seyðisfjörðinn og var síðasta þekkta staðsetning hans við minni Seyðisfjarðar.  Svarta þoka var á svæðinu.  Hafbjörgin var send á stað og náði Hafbjörgin talstöðvarsambandi við bátinn um kl 8, og var allt í lagi um borð.  Hafbjörgin var þá kominn rétt norður fyrir Dalatanga.  Ástæða þess að báturinn datt út úr sjálvirkri tilkynningarskyldu var að bilun var í móttöku búnaði á Dalatanga.  

05.05.2008 16:15

Hafbjargarfundur 6 mai


Haldinn verður fundur um væntanlega Færeyjarferð Hafbjargar ásamt því að farið verður yfir æfingarmál, útkalls og áhafnarmál  og fleira sem viðkemur Hafbjörgu.  Mikilvægt að allir  sem eru í áhöfn mæti.  Ef að menn komast ekki vinsamlegast látið Daða vita í síma 864 1634.

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16