Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2008 Apríl

29.04.2008 21:59

SkemmtikvöldNú er komið að því.

Hið ógurlega skemmtikvöld Valda verður haldið á föstudaginn (2.maí). Mæting stundvíslega kl. 21:03 að staðartíma.
29.04.2008 15:32

Fundur 29.4.2008


Á fundinum í kvöld verður farið stuttlega yfir GPS tæknina og við berum saman tækin okkar. Þið sem eigið staðsetningartæki endilega kippið þeim með á fundinn.
Einnig verðum við með nýjasta tækið frá Garmin, Colorado til kynningar frá Veiðiflugunni / Fjarðasport.


Svo ætlum við að fara yfir atburði framundan:

- Æfing m. RústAust um hvítasunnuna 10.-11.maí
- Svæðisfundur fyrir svæði 13 á Breiðdalsvík 17.maí
- Starfsmannadagur Alcoa 17.maí
- Sjómannadagurinn 30.05.08 - 01.06.08
- Færeyjaferð m. Hafbjörgu 5.-9.júní
- Færeyjaferð með RústAust 5.-9.júní

Með kveðju,

Stjórn


25.04.2008 16:45

Skemmtikvöldi frestað

Vegna óviðráðanlegra orsaka frestast skemmtikvöld Valda um óákveðinn tíma.
Við biðjumst forláts á þessu en mætum bara enn hressari þegar af þessu verður.

24.04.2008 21:00

FRESTAÐ - Skemmtikvöld - FRESTAÐ

Vegna óviðráðanlegra orsaka verðum við að fresta þessum stórviðburði. Við mætum bara ennþá öflugri næst

Föstudagskvöldið 25.apríl mun fráfarandi skemmtanastjóri kveðja með stæl og standa fyrir skemmtikvöldi miklu. Mæting um kl. 21:00 að staðartíma.

Allir félagar velkomnir22.04.2008 21:26

Fudurinn 22.4.2008

Á fundi í kvöld fór Pálmi stuttlega yfir notkun og virkni nýju snjóflóðaýlanna. Fyrst var smá bókleg kynning á töflu og síðan farið út þar sem búið að var fela þrjá ýla. Gekk leitin mjög þokkalega en eru menn þó engan vegin útlærðir á þessar græjur enda er um mjög nýstárlega og tæknilega græju á ferð sem styttir verulega tíma við að leita af mönnum gröfnum í snjóflóð (sem á annað borð hafa ýla á sér )
Hér má sjá myndir frá "operation Barrivox"
 

16.04.2008 11:13

Aðalfundur

Aðalfundur björgunarsveitarinnar var haldinn í gær. Góð mæting var á fundinn og ýmis mál rædd.

Litlar breytingar urðu á stjórn, en hana skipa á nýju starfsári:
Pálmi Benediktsson formaður
Hlynur Sveinsson varaformaður
Daði Benediktsson ritari
Sveinn Halldór Oddsson gjaldkeri
Guðmundur F. Pálsson meðstjórnandi
Sigurbjörn Gunnarsson meðstjórnandi sem er nýr í stjórn

Stjórn vill nota tækifærið og þakka Hákoni Viðarsyni góð störf í þágu sveitarinnar en hann hefur gegnt stöðu gjaldkera undanfarin 8 ár.

Einnig var skipað í önnur embætti og mun það verða aðgengilegt hér á síðunni síðar.

11.04.2008 12:06

AÐALFUNDIRAðalfundur björgunarsveitarinnar Gerpis verður haldinn að Nesi, björgunarstöð kl. 20:00 þriðjudaginn 15.apríl n.k.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Nýjir félagar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta.
Aðalfundur Austurlands Rústabjörgunar verður haldinn í húsi bsv. Héraðs á Egilsstöðum n.k. sunnudag kl. 14:00
Gerpir fer frá Nesi kl. 12:30. Allir velkomnir.

07.04.2008 18:01

LeitartækninámskeiðHelgina 19. og 20.apríl verður haldið námskeið í Leitartækni hjá okkur. Það er auðvitað skyldumæting á það eins og venjulega þannig að nú þurfa menn að fara að vanda sig við að búa til afsakanir.  Tímasetningar eru ekki alveg komnarí ljós, hugsanlega verður byrjað að kenna á föstudagskvöldinu 18.apríl. Nánar um það þegar nær dregur.

Skráning á vef Björgunarskólans  eða hjá Svenna.

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12