Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2008 Janúar

29.01.2008 16:45

Fundurinn í kvöld ofl.

Margt og mikið hefur drifið á daga sveitarinnar frá síðustu færslu. Við ætlum okkur að verða duglegri að kynna starfið og birta myndir hér á vefnum í framtíðinni.

Á fundinum í kvöld munum við fara yfir helstu fjáraflanir sveitarinnar vegna áskorana sem stjórn hafa borist.
Framtíðarhúsnæðismál verða rædd þar sem breytingar á Eyrinni eru í vændum.
Einnig verður stutt myndasýning.

Við hvetjum alla áhugasama félaga að mæta.


Myndin er frá æfingaferð tækjaflokks í Vöðlavík 20.jan s.l. Fleiri myndir í albúmi.

15.01.2008 11:53

Kvöldið í kvöld

Í kvöld ætlar tækjaflokkur að taka á því. "Óvissuútkall" kannski......hjálparbeiðni hver veit. Hvetjum alla til að mæta og fara út að leika með tækjaflokki.

15.01.2008 10:06

Námskeið á döfinni

Á næstunni verða a.m.k. 2 námskeið frá björgunarskólanum í boði hér á Norðfirði.

Fyrst bera að nefna Tetra fjarskipti sem haldið verður laugardaginn 23.febrúar kl 11:00 - 15:00 (skráning)Á vordögum verður svo Leitartækni, haldið helgina 19. og 20.apríl (skráning)Vart þarf að taka fram að það er skyldumæting á þessi námskeið fyrir allt alvöru björgunarsveitarfólk. Skráið ykkur sem fyrst á vef björgunarskólans þar þarf að byrja á að stofna sig sem notanda en það ætti ekki að vera mjög flókið.

Með kveðju
Framkvæmdastjóri daglegrar umsýslu.
  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 641537
Samtals gestir: 114288
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 04:26:16