Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði

Heimasíða Björgunarsveitarinnar Gerpis Norðfirði

Færslur: 2007 Desember

31.12.2007 10:49

Gleðilegt nýtt ár

Gerpismenn og konur hafa undanfarna daga staðið í ströngu við flugeldasölu, undirbúning flugeldasýningar og áramótabrennu.  Flugeldasalan hefur gengið ágætlega en vont veður hefur að öllum líkindum dregið úr sölu og vonast er eftir góðum söludegi í dag, gamlársdag. 

Félagar Gerpis hafa sinnt nokkrum verkefnum vegna ófærðar og óveðurs á Oddskarði og einig voru nokkur verkefni vegna óveðursins í gær s.s. fok á árujánsplötum og þak sem fauk af gömlu fjárhúsi.

Við viljum benda þeim sem hafa keipt af okku r svokallaða "MIÐNÆTURBOMBU" í flugeldasölunni, á að nokkuð hátt hlutfall þessara flugelda er gallaður og er því hættulegur.  Skilið henni inn til okkar og fáið eitthvað flott í staðinn.

Minnum á áramótabrennuna í kvöld kl: 20:30 og flugeldasýninguna sem hefst kl: 21:00.

Eigum slysalaus áramót.  Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á árinu 2007.

Stjórn Björgunarsveitarinnar Gerpis

24.12.2007 23:55

Jólaútkallið mikla

 Á aðfangadag kl 23:00 hringir Sævar Guðjónsson starfsmaður hjá Austfjarðaleið og bað um að 16 farþegar yrðu sóttir uppá Oddskarð þar sem að rútan sem þeir voru á væri runnin útaf og sæti föst. Rútan var staðsett um 200 m sunnan við Oddskarðsgöng. Farið var á F350 og Econline og sóttir 16 manns og þeim skutlað heim til sín til að halda heilög jól með fjölskyldum sínum... Hérna eru svo svipmyndir úr útkallinu:
            

18.12.2007 20:56

Framundan hjá björgunarsveitinni

N.k. fimmtudagskvöld 20.des. kl. 20 þrífum við átthyrninginn og hreinsum út fyrir flugeldasöluna.

Fimmtudagskvöldið 27.des. kl. 20 ætlum við að hittast og setja upp flugeldasöluna, raða borðum, setja upp hillur og raða í þær. Mikið um að vera og um að gera að hrista af sér jólaslenið og taka til hendinni. Margar hendur vinna létt verk.

Svo er hér fyrir neðan vaktaplanið okkar fyrir flugeldasöluna en opið verður frá 13-22 alla dagana nema gamlársdag þar sem opið verður frá 10-15. 2+2 þýðir 2 úr björgunarsveit og 2 úr unglingadeild. Auðveldast er að skrá sig á töflunni upp í sal þar sem þónokkrir hafa þegar gert, en þið getið einnig skrifað ykkur hér í "álit"

VAKTAPLAN FLUGELDASÖLU 2007
 
Fös 28. Lau 29. Sun 30. Mán 31.
12:30-17:30 2+2 2+2 3+3 4+4 opið 10 - 15
Opnar 1300
17:30-22:30 2+2 3+3 4+4 lokað
Lokar 2200


Söfnun í brennu gengur ágætlega þrátt fyrir skort á efnivið. Valdi stýrir því verki en ábendingum og hjálpsömum höndum er bent á að hafa samband við Valda brennustjóra beint í síma 895-9983. Áhugasamir skvettarar geta líka haft samband beint við Valda.

Umferðargæslan við brennuna verður með hefðbundu sniði í ár, og bendum við fólki á að skrá sig á töflunni upp í sal, en þið getið einnig skrifað ykkur hér í "álit".

Flugeldasýningin er í öruggum höndum en áhugasömum er velkomið að taka þátt í að koma henni á flug.Með áramótakveðju,

Formaður

18.12.2007 16:51

FUNDURINN Í KVÖLD

Í kvöld verður stuttur undirbúningsfundur fyrir áramótin. Farið verður yfir verkefnin sem eru á döfinni, en þau helstu eru útdeiling jólatrjáa, flugeldasala, söfnun í brennu, umferðargæsla við brennu, olíuskvettun og flugeldasýning (vona að ég sé ekki að gleyma neinu).

Hvetjum við ALLA til að mæta því nú þurfum við að standa saman og gera þetta vel.

Tækjaflokkur heldur sínu striki í kvöld og verður eitthvað um að vera þar en æfing hjá hundaflokk sem átti að vera í kvöld fellur niður.

Slysókveðja,

Formaður

04.12.2007 15:30

Fundurinn í kvöld

Fundurinn í kvöld byggist á eftirtöldu:

- Skipta niður verkum fyrir áramótum ( Brenna, jólatrésala, flugeldasýning, flugeldasala og fl)

- Fjórhjólasýning (nýju hjólin eru komin já þið lásuð rétt, þau eru komin)

- Tiltekt í húsinu (þetta er nú að verað ansi sjoppulegt hjá okkur, rusl og drasl útum allt)

Komdu á fund, það verður gaman.

  • 1

Dagatal

Sveitin

Nafn:

Björgunarsvetin Gerpir, Norðfirði

Heimilisfang:

Nesgata 4, 740 Norðfirði

Staðsetning:

Norðfjörður

Heimasími:

4771999

Kennitala:

5505790499

Bankanúmer:

1106-26-1499

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 60
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 638171
Samtals gestir: 113778
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 16:49:12